Mótmæltu er gestir gengu inn í Hörpu

Mótmælt var fyrir utan Hörpu á meðan sýningargestir gengu inn, …
Mótmælt var fyrir utan Hörpu á meðan sýningargestir gengu inn, til þess að sjá Madama Butterfly. Ljósmynd/Aðsend

Hóp­ur fólks kom sam­an og mót­mælti ras­isma í sýn­ingu Madama Butterfly fyr­ir utan Hörpu í dag, á meðan sýn­ing­ar­gest­ir gengu inn til þess að sjá verkið. Stein­unn Birna Ragn­ars­dótt­ir óperu­stjóri var á staðnum og spurðu mót­mæl­end­ur hana krefj­andi spurn­inga.

Upp­setn­ing Íslensku óper­unn­ar á verk­inu Madama Butterfly eft­ir Giacomo Pucc­ini, hef­ur fengið tölu­verða gagn­rýni og hafa aðstand­end­ur verks­ins verið sakaðir um að sýna svo­kallað „yellow face“, en þá er notaður farði og gervi í þeim til­gangi gera hvítt fólk „asísk­t“ í út­liti, oft á ýkt­an hátt.

Ljós­mynd/​Aðsend

„Eins og slæm­ur fyrr­ver­andi maki“

Mbl.is ræddi við Re­beccu Hi­dal­go, Chaiwe Sól og Evu Björk, sem voru viðstadd­ar mót­mæl­in og standa jafn­framt á bakvið aktív­ista­hóp­inn R.E.C. Arts Reykja­vík. Þær telja Íslensku óper­una ekki hafa geng­ist við mis­tök­un­um.

„Þetta voru friðsam­leg mót­mæli. Við kom­um því á fram­færi að aðstand­end­ur sýn­ing­ar­inn­ar þurfi að taka ábyrgð á mis­tök­un­um og þurfi að skilja að sag­an er eins og slæm­ur fyrr­ver­andi maki. Þú vilt ekki hengja upp mynd­ir af fyrr­ver­andi mak­an­um sem beitti þig of­beldi,“ seg­ir Elva.

Hluti leikmyndarinnar og umþrætt útlit sem hefur sætt gagnrýni.
Hluti leik­mynd­ar­inn­ar og umþrætt út­lit sem hef­ur sætt gagn­rýni.

Spurðu óperu­stjóra krefj­andi spurn­inga

„Við tök­um und­ir það með Óper­unni að list á að vera fal­leg. En á þeim tím­um sem við lif­um  núna er mik­il­vægt að hafa í huga til­finn­ing­ar fólks. Það er enn hægt að segja sög­una og hafa tón­list­ina án þess að hin list­ræna hlið ein­kenn­ist af ras­isma,“ seg­ir hún.

Daniel Byung-chan Roh, einn þeirra sem stóðu á bakvið mót­mæl­in, ræddi við Stein­unni Birnu Ragn­ars­dótt­ur, óperu­stjóra Íslensku óper­unn­ar, fyr­ir utan Hörpu í dag. 

„Eins og við var að bú­ast fór hún í mikla vörn. En vildi koma því á fram­færi að óper­an myndi taka á mál­inu. Síðan komu fleiri inn í umræðurn­ar og spurðu hana krefj­andi spurn­inga,“ seg­ir Re­becca. 

Spyr hvaða breyt­ing­ar verði gerðar

Hún vek­ur at­hygli á því að Íslenska óper­an hafi ekki sagt með skýr­um hætti hvaða breyt­ing­ar yrðu gerðar á sýn­ing­unni, ef ein­hverj­ar.

„Íslenska óper­an seg­ist ætla að gera breyt­ing­ar á sýn­ing­unni en á sama tíma eru áhorf­end­ur að ganga inn á sýn­ing­una, á meðan mót­mæl­in standa yfir. Hvers vegna fresta þau ekki sýn­ing­unni og gefa sér tíma til þess að breyta henni? Hvers vegna að breyta henni smátt og smátt? Það mun ekki breyta neinu. Fleiri og fleiri miðar eru að selj­ast og þau munu græða sí­fellt meira á þess­um hræðilegu og rasísku aðstæðum.“

Hóp­ur­inn bind­ur von­ir við að raun­veru­leg­ar breyt­ing­ar verði gerðar á sýn­ing­unni, sem er tal­in sýna hættu­leg­ar rasísk­ar staðalí­mynd­ir, og að óper­an beri ábyrgð á mis­tök­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert