Ökumaður fólksbíls sem lenti á flutningabíl á brúnni við Hólmsá í Reykjavík í gærkvöldi var handtekinn við ána eftir að hafa reynt að flýja vettvang.
Slysið varð þegar fólksbíllinn fór á rangan vegarhelming og lenti á flutningabíl. Ökumaður fólksbílsins fannst á hlaupum skammt frá slysstað.
Ökumaður flutningabílsins er óslasaður en ökumaður fólksbílsins hlaut ökklabrot.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði mann í gærkvöldi sem hafði fallið ofan í vatn. Það reyndist vera ökumaður fólksbílsins, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Maðurinn var í annarlegu ástandi.