Ökumaður fólksbílsins handtekinn við Hólmsá

Slysið varð þegar fólksbíll fór á rangan vegarhelming og lenti …
Slysið varð þegar fólksbíll fór á rangan vegarhelming og lenti á flutningabíl. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ökumaður fólks­bíls sem lenti á flutn­inga­bíl á brúnni við Hólmsá í Reykja­vík í gær­kvöldi var hand­tek­inn við ána eft­ir að hafa reynt að flýja vett­vang.

Slysið varð þegar fólks­bíll­inn fór á rang­an veg­ar­helm­ing og lenti á flutn­inga­bíl. Ökumaður fólks­bíls­ins fannst á hlaup­um skammt frá slysstað.

Féll ofan í vatn

Ökumaður flutn­inga­bíls­ins er óslasaður en ökumaður fólks­bíls­ins hlaut ökkla­brot.

Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu aðstoðaði mann í gær­kvöldi sem hafði fallið ofan í vatn. Það reynd­ist vera ökumaður fólks­bíls­ins, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu. Maður­inn var í ann­ar­legu ástandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert