Ópið var í veðurkortunum

Theodór Freyr Hervarsson veðurfræðingur lét sér hvergi bregða. Fremur en …
Theodór Freyr Hervarsson veðurfræðingur lét sér hvergi bregða. Fremur en endranær. Skjáskot

Allra veðra er von á Íslandi, ekki síst á þessum árstíma, en Lengjustuðullinn á því að sjálft Ópið eftir norska listmálarann Edvard Munch myndi birtast í veðurkortunum í vikunni hlýtur að hafa verið býsna hár. Eigi að síður gerðist þetta á þriðjudaginn, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Já, listin er víða.

Mögulega hefur einhverjum áhorfendum fundist þeir vera að horfa í spegil á þessu augnabliki enda ófá ópin heyrst á heimilum landsins meðan veðurfréttir hafa verið í loftinu undanfarnar vikur og mánuði. Tíðin hefur verið þannig. En má ekki líka líta þannig á að þetta boði mögulega betri tíð og að vetrinum fari loksins að ljúka? Túlki nú hver fyrir sig.

Ópið eftir Edvard Munch er eitt af þekktustu málverkum í …
Ópið eftir Edvard Munch er eitt af þekktustu málverkum í heimi. Reuters


Theodór Freyr Hervarsson veðurfræðingur stóð vaktina þetta kvöld og lét sér hvergi bregða í návist Ópsins, fremur en endranær, enda alvanur því að færa þjóðinni þungar og skrautlegar fréttir. Þetta var eins og hver annar fréttatími hjá honum.  

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert