Ópið var í veðurkortunum

Theodór Freyr Hervarsson veðurfræðingur lét sér hvergi bregða. Fremur en …
Theodór Freyr Hervarsson veðurfræðingur lét sér hvergi bregða. Fremur en endranær. Skjáskot

Allra veðra er von á Íslandi, ekki síst á þess­um árs­tíma, en Lengj­ustuðull­inn á því að sjálft Ópið eft­ir norska list­mál­ar­ann Ed­vard Munch myndi birt­ast í veður­kort­un­um í vik­unni hlýt­ur að hafa verið býsna hár. Eigi að síður gerðist þetta á þriðju­dag­inn, eins og sjá má á meðfylgj­andi mynd. Já, list­in er víða.

Mögu­lega hef­ur ein­hverj­um áhorf­end­um fund­ist þeir vera að horfa í speg­il á þessu augna­bliki enda ófá ópin heyrst á heim­il­um lands­ins meðan veður­frétt­ir hafa verið í loft­inu und­an­farn­ar vik­ur og mánuði. Tíðin hef­ur verið þannig. En má ekki líka líta þannig á að þetta boði mögu­lega betri tíð og að vetr­in­um fari loks­ins að ljúka? Túlki nú hver fyr­ir sig.

Ópið eftir Edvard Munch er eitt af þekktustu málverkum í …
Ópið eft­ir Ed­vard Munch er eitt af þekkt­ustu mál­verk­um í heimi. Reu­ters


Theo­dór Freyr Hervars­son veður­fræðing­ur stóð vakt­ina þetta kvöld og lét sér hvergi bregða í návist Óps­ins, frem­ur en endra­nær, enda al­van­ur því að færa þjóðinni þung­ar og skraut­leg­ar frétt­ir. Þetta var eins og hver ann­ar frétta­tími hjá hon­um.  

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert