Ráðherra tjáir sig ekki um hryðjuverkamálið

Jón Gunnarsson vildi ekki ræða við mbl.is um málið.
Jón Gunnarsson vildi ekki ræða við mbl.is um málið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ætlar ekki að tjá sig um hryðjuverkamálið eða vinnubrögð lögreglu í málinu. Þetta segir hann í samtali við mbl.is.

Landsréttur klofnaði í afstöðu sinni þegar hann staðfesti úrskurð héraðsdóms um að vísa frá hryðjuverkamálinu svokallaða í gær.

Málinu var vísað frá í ljósi þess að miklir ágallar væru á tilgreiningu hinnar ætluðu refsiverðu háttsemi þeirra Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar.

Embætti rík­is­lög­reglu­stjóra ætlar ekki tjá sig um málið á meðan það er á borði héraðssak­sókn­ara að sögn Gunn­ars Harðar Garðarss­onar, sam­skipta­stjóra rík­is­lög­reglu­stjóra.

Karl Ingi Vilbergsson hjá embætti héraðssaksóknara sagði við mbl.is í gær að hann ætti ekki von á því að frávísunin yrði kærð til Hæstaréttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert