SS boðar verðhækkun á grillkjötinu

Steinþór Skúlason er forstjóri SS.
Steinþór Skúlason er forstjóri SS. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slát­ur­fé­lag Suður­lands (SS) hef­ur til­kynnt versl­un­um, að verð á grill­kjöti frá fyr­ir­tæk­inu hækki á næst­unni. Um er að ræða 23 vör­ur sem hækka á bil­inu 4-8% en einnig hækk­ar verð á fol­alda­hakki um 10%.

Steinþór Skúla­son, for­stjóri SS, seg­ir að með þessu sé verið að bregðast við ýms­um kostnaðar­hækk­un­um, sem orðið hafa að und­an­förnu. Þannig hafi afurðaverð til bænda hækkað um rúm­lega þriðjung í haust án þess að það hafi farið beint út í verðlag. Þá hafi flutn­ings­kostnaður hækkað og kostnaður við umbúðir.

Steinþór seg­ir reynt af fremsta megni að halda aft­ur af verðhækk­un­um og ekki sé gert ráð fyr­ir því að þær vör­ur, sem nú hækka í verði, taki frek­ari verðhækk­un­um í sum­ar þótt ekki sé hægt að úti­loka það. En ákveðið hafi verið að til­kynna um þess­ar hækk­an­ir nú þegar grill­tíma­bilið fer í hönd.

Bú­ast má við að verð frá fleiri kjöt­fram­leiðend­um taki hækk­un­um á næst­unni. Ágúst Torfi Hauks­son, fram­kvæmda­stjóri Norðlenska, seg­ir við Morg­un­blaðið, að ljóst sé að verð til versl­ana muni hækka þótt ekki sé von á holskeflu hækk­ana.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert