Tveir skjálftar við Mýrdalsjökul

Horft til vesturs yfir Mýrdalsjökul og Kötlu.
Horft til vesturs yfir Mýrdalsjökul og Kötlu. mbl.is/RAX

Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 varð snemma í morg­un 1,1 kló­metra aust­ur af Goðabungu und­ir Mýr­dals­jökli. Þá varð skjálfti af stærðinni 2 norðaust­an af Goðabungu í nótt.

Nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands seg­ir um að ræða fram­hald af virkni sem hófst í fyrra­dag.

„Það hef­ur aðeins verið að aukast virkn­in síðustu mánuði en er enn þá al­veg inn­an marka,“ seg­ir Sig­ríður Kristjáns­dótt­ir nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur í sam­tali við mbl.is.

„Þessi aukna virkni þýðir að við fylgj­umst, eins og æv­in­lega, mjög vel með allri skjálfta­virkni í Mýr­dals­jökli og erum með fleiri tæki til þess að fylgj­ast með land­breyt­ing­um. Við fylgj­umst vel með bæði Jök­ulsá á Sól­heimas­andi og Múla­kvísl, sem og ám í kring­um jök­ul­inn.“

Gef­ur til­efni til að fylgj­ast vel með

Hún seg­ir mögu­leik­ann á eld­gosi ekki vera meiri en verið hef­ur.

„Hann er nátt­úru­lega bara bú­inn að vera til­bú­inn, miðað við sög­una þá ætti að vera komið gos fyr­ir löngu síðan.“

Segja má að um eðli­lega virkni sé að ræða sem gef­ur engu að síður til­efni til að fylgj­ast vel með, að sögn Sig­ríðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert