Var veikur í sex ár

Daníel Máni Konráðsson, gítarleikari í Aborted, Une Misére og Ophidian …
Daníel Máni Konráðsson, gítarleikari í Aborted, Une Misére og Ophidian I. mbl.is/Kristinn Magnússon

Daní­el Máni Kon­ráðsson, gít­ar­leik­ari málm­band­anna Aborted, Ophidi­an I og Une Misère, nýt­ur þess sér­stak­lega að standa á sviði í dag. Ekki nóg með að heims­far­ald­ur­inn hafi höggvið allt tón­leika­hald í herðar niður um langa hríð, held­ur glímdi hann þar á und­an árum sam­an sjálf­ur við erfið veik­indi.

„Það byrjaði þegar ég var rúm­lega tví­tug­ur. Ég fékk flensu og pældi svo sem ekk­ert meira í því. Nema hvað vik­urn­ar liðu og ég náði mér ekki; var alltaf hálfslapp­ur og nefið á mér stíflað. Síðan fékk ég hellu fyr­ir annað eyrað sem losnaði ekki. Mér var sagt að ég væri með sam­bland af slæmu of­næmi, mögu­lega út af myglu og öðru, en eng­in end­an­leg grein­ing lá fyr­ir.“

Næstu sex árin eða svo gekk Máni ekki á öll­um strokk­um, reyndi þó að vinna en var mikið frá vegna veik­inda. „Ég var alltaf þreytt­ur og mátt­lít­ill og greip all­ar pest­ir og varð mjög veik­ur mjög hratt. En reyndi samt að harka af mér.“

Hann hafði ekki burði til að koma fram á tón­leik­um en greri nán­ast sam­an við gít­ar­inn heima hjá sér. „Ég spilaði mjög mikið á gít­ar­inn, aðallega til að halda hönd­un­um upp­tekn­um, og ætli það hafi ekki átt stór­an þátt í að koma mér í gegn­um þenn­an tíma. Það já­kvæða við það var að ég er miklu betri gít­ar­leiki eft­ir veik­ind­in en ég var fyr­ir þau,“ upp­lýs­ir hann bros­andi.

Það var ekki fyrr en Máni komst í kynni við Unni Steinu Björns­dótt­ur of­næm­is­lækni að land fór að rísa. Hún setti hann á öfl­ug of­næm­is­lyf og sendi hann í tvær aðgerðir; fyrst á nefi til að auka loft­flæðið og síðan á höfði, þar sem skorið var í höfuðkúp­una. „Mér snar­batnaði eft­ir það og hef verið góður síðan, það eru um það bil þrjú ár. Í dag er ég hraust­ur og frek­ar aktíf­ur; er auðvitað á kafi í tón­list­inni en stunda líka lík­ams­rækt og þarf ekk­ert að hlífa mér. Þetta er allt annað líf.“

Máni á tónleikum með Aborted í Bandaríkjunum.
Máni á tón­leik­um með Aborted í Banda­ríkj­un­um. Ljós­mynd/​Edu­ar­do Ruiz


Missti ekki móðinn

Þrátt fyr­ir mót­lætið missti Máni ekki móðinn og eft­ir að hann end­ur­heimti heils­una hef­ur sýn­in verið mjög skýr – hann er staðráðinn í að skapa tónlist og helst vinna við hana í fullu starfi. „Strax og ég hafði heilsu til fór ég að vinna fyrstu plötu Ophidi­an I og fékk mikla út­rás. Frá því að ég var krakki hef ég fengið að heyra að eng­inn geti unnið við tónlist á Íslandi og það á sér­stak­lega við um viðhorf fólks til þung­arokks. „Þú verður að fá þér einn­hverja vinnu með þessu, dreng­ur!“ Þessi afstaða hef­ur alltaf verið mér hvatn­ing, sér­stak­lega eft­ir að ég náði mér af veik­ind­un­um, og núna frá síðustu ára­mót­um hef ég ekki starfað við neitt annað en þung­arokk. Sem er dá­sam­legt. Ég viður­kenni að það er stund­um fyndið að sitja heima og semja ný riff og það er bara það sem ég á að vera að gera. Þetta er vinn­an mín!“

Hann hlær.

„Ég hef lagt hart að mér og núna er ég kom­inn á þann stað þar sem mig hef­ur alltaf dreymt um að vera. Fyr­ir það er ég rosa­lega þakk­lát­ur. Frá mín­um bæj­ar­dyr­um séð er allt sem viðkem­ur mús­ík skemmti­legt, líka það sem öðrum finnst leiðin­legt, svo sem að ed­ita eða fín­essa eitt­hvað. Mér þykja all­ir hlekk­irn­ir í keðjunni áhuga­verðir.“

Nán­ar er rætt við Daní­el Mána í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert