Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur samþykkt áframhaldandi undirbúning, verkhönnun og gerð útboðsgagna vegna breytinga á gönguþverun yfir Ánanaust og nýrra gönguljósa yfir Eiðsgranda. Fulltrúar meirihlutaflokkanna í ráðinu bókuðu að til framtíðar væri æskilegt breyta hringtorginu við JL-húsið í klassísk ljósastýrð T-gatnamót.
Tillaga um endurbætur á umræddu svæði í Vesturbænum barst frá skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. Í greinargerð samgöngustjóra kemur fram að Vegagerðin og Reykjavíkurborg hafi unnið að tillögunni í sameiningu með það að markmiði að bæta umferðaröryggi og aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.