Vilja fá upphituð strætóskýli

Í mörgum skýlum borgarinnar er lítið skjól að finna.
Í mörgum skýlum borgarinnar er lítið skjól að finna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Borg­ar­stjórn samþykk­ir að ráðist verði í upp­setn­ingu skjólgóðra og upp­hitaðra biðskýla fyr­ir stræt­is­vagnafarþega í Reykja­vík. Slík­um skýl­um verði komið fyr­ir á fjöl­förn­um biðstöðvum í öll­um hverf­um borg­ar­inn­ar í því skyni að bæta aðstæður farþega og fjölga viðskipta­vin­um Strætó.“

Þannig hljóðar til­laga borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins sem Kjart­an Magnús­son hugðist flytja á borg­ar­stjórn­ar­fundi sl. þriðju­dag. Kjart­an seg­ir að meiri­hluti borg­ar­stjórn­ar hafi hins veg­ar ákveðið í krafti at­kvæða að taka til­lög­una af dag­skrá fund­ar­ins. Kjart­an var ósátt­ur við það og tel­ur að meiri­hlut­inn hafi brotið gegn lög­vernduðum rétti borg­ar­full­trúa til að setja mál á dag­skrá. 

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert