Vilja fá upphituð strætóskýli

Í mörgum skýlum borgarinnar er lítið skjól að finna.
Í mörgum skýlum borgarinnar er lítið skjól að finna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Borgarstjórn samþykkir að ráðist verði í uppsetningu skjólgóðra og upphitaðra biðskýla fyrir strætisvagnafarþega í Reykjavík. Slíkum skýlum verði komið fyrir á fjölförnum biðstöðvum í öllum hverfum borgarinnar í því skyni að bæta aðstæður farþega og fjölga viðskiptavinum Strætó.“

Þannig hljóðar tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem Kjartan Magnússon hugðist flytja á borgarstjórnarfundi sl. þriðjudag. Kjartan segir að meirihluti borgarstjórnar hafi hins vegar ákveðið í krafti atkvæða að taka tillöguna af dagskrá fundarins. Kjartan var ósáttur við það og telur að meirihlutinn hafi brotið gegn lögvernduðum rétti borgarfulltrúa til að setja mál á dagskrá. 

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert