Bifreið var stöðvuð í Hafnarfirði klukkan 05:30 í morgun og reyndist ökumaður vera 16 ára. Með brotinu mun ökumaður fá seinkun til að öðlast ökuréttindi sem og sekt vegna brotsins. Málið var unnið í samvinnu við barnavernd og foreldra viðkomandi.
Þetta kom fram í dagbók lögreglu.
Karlmaður var handtekinn í miðborginni eftir að hafa valdið skemmdum á bifreið. Tjónið var umtalsvert en tjónvaldur ætlar að bæta fyrir tjón sitt gagnvart tjónþola.
Þá voru skráningarmerki fjarlægð af sex ökutækjum í dag í Breiðholti vegna vanrækslu á skoðun eða greiðslu trygginga.