Bilun í þyrlu Gæslunnar tefur leitina að Gunnari

Gunnar Svan Björgvinsson.
Gunnar Svan Björgvinsson. Ljósmynd/Lögreglan

Gunnars Svan Björgvinssonar er enn leitað en gert er ráð fyrir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslu í vikunni. Vegna bilunar var þyrlan ekki í notkun í dag eins og gert var ráð fyrir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Lögregla og björgunarsveitir hafa leitað við Eskifjörð undanfarna daga. Leitað var í fjör­um og í sjó sem og í bæn­um og ná­grenni hans í gær.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert