Braut upp dyrnar að íbúðinni

Lögregla telur sig vita um hvern sé að ræða.
Lögregla telur sig vita um hvern sé að ræða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlmaður er grunaður um að hafa brotið upp dyr að íbúð miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi.

Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði brotist inn í íbúð á Laugaveginum. Maðurinn flúði vettvang og leitaði lögregla að honum í gær án árangurs.

Vita hver maðurinn er

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki búið að ná tali af manninum en lögreglan telur sig þó vita um hvern sé að ræða.

„Við höfum ekki náð á hann en menn hafa ákveðnar hugmyndir um hver þetta var miðað við lýsingu,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Atvikið átti sér stað um sjöleytið í gærkvöldi en ekkert var tekið úr íbúðinni. Skemmdir urðu þó á hurðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert