Eina vonin að hjálpin komi fljótt!

​Teikning af því er Þormóður leggur úr höfn á Bíldudal …
​Teikning af því er Þormóður leggur úr höfn á Bíldudal síðla nætur þriðjudaginn 16. febrúar 1943. Myndin er byggð á lýsingum sem fram koma í sjódómsbókum og blaðagreinum. ​Teikning/Jóhann Jóhannsson

„Þau átak­an­legu sorg­artíðindi hef­ir Morg­un­blaðið að flytja, að M.s. „Þormóður“ frá Bíldu­dal hef­ir far­ist og með hon­um 30 manns, 7 skips­menn og 23 farþegar. Meðal farþega voru 10 kon­ur, eitt barn og tveir prest­ar.“

Með þess­um orðum hófst frétt á forsíðu Morg­un­blaðsins laug­ar­dag­inn 20. fe­brú­ar 1943. Forsíðan var að mestu helguð slys­inu en á þess­um árum var þar alla jafna aðeins að finna smáaug­lýs­ing­ar. Í seinni tíma heim­ild­um eru hinir látnu sagðir vera 31 en ekki 30.

Klukk­an 22.35 miðviku­dags­kvöldið 17. fe­brú­ar barst Slysa­varna­fjelagi Íslands svohljóðandi skeyti frá skip­stjór­an­um á Þormóði: „Erum djúpt út af Staf­nesi. Mik­ill leki kom­inn að skip­inu. Eina von­in er, að hjálp­in komi fljótt!“

Fram­kvæmda­stjóri Slysa­varna­fjelags­ins gerði vita­skuld strax all­ar hugs­an­leg­ar ráðstaf­an­ir, að því er fram kom í Morg­un­blaðinu. En vegna fár­viðris þá um kvöldið, var ekki viðlit að senda skip út til hjálp­ar. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins hafði Þormóður senni­lega far­ist strax um kvöldið. „Hef­ir fund­ist brak úr skip­inu skamt frá Garðskaga og einnig eitt lík,“ sagði í frétt blaðsins.

​Forsíða Morgunblaðsins laugardaginn 20. febrúar 1943 var helguð slysinu.
​Forsíða Morg­un­blaðsins laug­ar­dag­inn 20. fe­brú­ar 1943 var helguð slys­inu.


Þormóður var leigður skipa­aút­gerð rík­is­ins, til strand­flutn­inga. Þessa síðustu ferð fór skipið til hafn­ar við Húna­fjörð og sótti þangað rúm­lega eitt tonn af kjöti, sem flytja átti til Reykja­vík­ur. Á leiðinni kom skipið við á tveim­ur höfn­um á Vest­fjörðum, Bíldu­dal og Pat­reks­firði.

M.s. Þormóður (áður Ald­en) var 101 tonn, byggt 1931. Fisk­veiðafjelagið Njáll í Bíldu­dal keypti skipið 1942. Var þá ný­búið að setja í það 240 ha. dísel­vél, svo og nýja hjálp­ar­vél. Skipið var út­búið öll­um full­komn­ustu tækj­um, svo sem dýpt­ar­mæli, tal­stöð o.fl. og hafði skoðun­ar­vott­orð til milli­landa­sigl­inga. Þetta var önn­ur ferð skips­ins eft­ir gagn­gera viðgerð eða klöss­un.

Öllum leið vel

Loft­skeyta­stöð gerði til­raun til að hafa sam­band við Þormóð snemma á miðviku­deg­in­um, að beiðni skrif­stofu Gísla Jóns­son­ar, alþing­is­manns og eig­anda skips­ins, vegna þess að vonsku­veður hafði verið um nótt­ina. Svar barst þó ekki fyrr en um kl. 19 um kvöldið og þá kvaðst skip­stjór­inn hafa slegið Faxa­bugt en gat ekki sagt til um hvenær skipið væri vænt­an­legt til hafn­ar.

Um svipað leyti og svar­skeytið kom frá skip­stjór­an­um bár­ust tvö skeyti frá farþegum til ætt­ingja í Reykja­vík og var í þeim sagt, að öll­um liði vel og skipið væri vænt­an­legt næsta morg­un. Í fram­hald­inu var björg­un­ar­skipið Sæ­björg beðið um að vera í sam­bandi við Þormóð. Það síðasta sem heyrðist frá skip­inu var hins veg­ar fyrr­nefnt skeyti frá skip­stjór­an­um kl. 22.35 að kvöldi miðviku­dags, þar sem hann bað um hjálp í skyndi.

Nán­ar er fjallað um málið í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert