Eitthvað magnað að fara að gerast

Daníel Máni Konráðsson, gítarleikari í Aborted, Une Misére og Ophidian …
Daníel Máni Konráðsson, gítarleikari í Aborted, Une Misére og Ophidian I. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Svo­lítið súr­realískt,“ svar­ar Daní­el Máni Kon­ráðsson, gít­ar­leik­ari og laga­höf­und­ur, spurður hvernig til­finn­ing það sé að vera geng­inn til liðs við hitt goðsagna­kennda fjölþjóðlega dauðamálm­band Aborted. Það gerði hann á síðasta ári.

„Ekki síst vegna þess að ég talaði eig­in­lega ekki um þetta við neinn fyrr en allt var í höfn. Þetta er svo­lítið steikt en fyrst og síðast gam­an. Sam­starf okk­ar varð fljótt mjög nátt­úru­legt. Þetta eru frá­bær­ir mús­í­kant­ar og alltaf til­hlökk­un­ar­efni að fara á svið með þeim. Maður veit að eitt­hvað magnað er að fara að ger­ast.“

Fyrsta verk­efni Mána með Aborted var að koma fram á nokkr­um tón­list­ar­hátíðum í Evr­ópu síðasta sum­ar. Í þeirri lotu var fyrsta lagið sem Máni sem­ur fyr­ir Aborted, In­finite Terr­or, einnig hljóðritað og mynd­band tekið upp sem áhuga­sam­ir geta flett upp á YouTu­be. Hann fór líka í fjög­urra vikna tón­leika­ferð með Aborted um Banda­rík­in síðasta haust, ásamt dauðkjarna­band­inu Lorna Shore, sem hann seg­ir hafa verið mikla veislu. „Þetta voru svona 1.000 til 2.000 manna staðir, alls staðar upp­selt og stemn­ing­in gríðarleg. Banda­ríkja­menn eru harðari en við hérna í Evr­ópu; mæta fyrr á staðinn og eru komn­ir til að skemmta sér. Það er mjög gam­an að spila fyr­ir þá.“

Hálf­gert hirðingj­a­band

Aborted var stofnað í Belg­íu en á sér eig­in­lega ekk­ert varn­arþing leng­ur. „Þetta er hálf­gert hirðingj­a­band í dag. Sven er eini Belg­inn en auk mín eru þarna bassa­leik­ari frá Ítal­íu, Stefano Franceschini, og gít­ar­leik­ari og tromm­ari frá Banda­ríkj­un­um, Ian Jekel­is og Ken Bedene. Við búum all­ir í okk­ar heima­lönd­um en kom­um sam­an þegar til stend­ur að túra eða taka upp nýtt efni. Þess á milli vinn­um við bara sam­an í fjar­vinnu. Það er praktískt og geng­ur ágæt­lega.“

Máni á sviðinu með Aborted í Bandaríkjunum fyrr í vetur.
Máni á sviðinu með Aborted í Banda­ríkj­un­um fyrr í vet­ur. Ljós­mynd/​Edu­ar­do Ruiz


– Þannig að þú þarft ekki að flytja utan út af Aborted?

„Nei, ekki þannig lagað, en ég á samt frek­ar von á því að flytja til út­landa á ein­hverj­um tíma­punkti í framtíðinni.“

Næstu verk­efni Aborted eru Banda­ríkja­t­úr í apríl og svo kem­ur bandið fram á ein­hverj­um sum­ar­festi­völ­um. Í haust er skón­um svo stefnt í hljóðver í Den­ver í Banda­ríkj­un­um til að taka upp nýja plötu. Gert er ráð fyr­ir sex vik­um, þar sem all­ir laus­ir hnút­ar verða hnýtt­ir. „Ætli plat­an komi svo ekki út snemma á næsta ári,“ seg­ir Máni.

Aborted eftir velheppnað gigg í Bandaríkjunum síðasta haust.
Aborted eft­ir vel­heppnað gigg í Banda­ríkj­un­um síðasta haust. Ljós­mynd/​Edu­ar­do Ruiz


– Blas­ir ekki við að Aborted komi til Íslands og haldi tón­leika?

„Það hef­ur komið til tals að koma til Íslands en ekk­ert orðið úr eða planað enn. Það kem­ur að því einn dag­inn þegar stjörn­urn­ar raðast þannig upp er ég nokkuð viss um.“

Nán­ar er rætt við Daní­el Mána í Sunnu­dags­blaði Morgu­blaðsins en hann starfar áfram með tveim­ur bönd­um hér heima, Ophidi­an I og Une Misère og er nú þung­arokk­ari í fullu starfi

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert