Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast í dag og hefur meðal annars sinnt 45 sjúkraflutningum frá því í morgun, en alls 64 frá miðnætti.
Tilkynnt var um kött sem var fastur uppi í tré í Grafarvogi. Körfubíll fór á vettvang þar sem stiginn dugði ekki til.
Slökkvilið fór á staðinn með stóran stiga og elta þurfti köttinn upp tréð þar til stiginn náði ekki lengra. Körfubíll er því á leiðinni á vettvang, að sögn varðstjóra.
Þá varð vatnsleki í verslun á Laugavegi í miðbæ Reykjavíkur þar sem vatn lak milli hæða. Þar höfðu lagnir gefið sig en verið er að hreinsa það upp.
Þá barst brunaboð frá leikskóla en það reyndist þó vera bilun í kerfi.