Engin leit að Stefáni í dag

Engin leit hefur verið að Stefáni um helgina.
Engin leit hefur verið að Stefáni um helgina. mbl.is/Eggert, Ljósmynd/Lögreglan

Hlé hefur verið á leitinni að Stefáni Arnari Gunnarssyni. Aðgerðarstjórn mun funda um málið á morgun þar sem tekin verður ákvörðun um næstu skref.

Stefáns var síðast leitað á föstudag. Engar nýjar vísbendingar hafa borist lögreglu. Síðast er vitað um ferðir Stefáns fimmtudaginn 2. mars.

„Við höfum verið á sömu slóðum og við vorum í síðustu viku. Það er að segja Álftanesið, Bessastaðanesið og þar í kring,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Hann segir engar nýjar vísbendingar hafa borist og því hafi ekki verið lögð áhersla á leit um helgina.

„Við fundum á morgun um hvernig við högum næstu viku, það liggur ekki fyrir ákvörðun um það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert