Enn þá liggur kalt loft yfir landinu og verður frost á bilinu 6 til 22 stig í dag. Kaldast verður inn til landsins norðaustanlands.
Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
Kemur fram að í dag verði áframhaldandi norðlæg átt á landinu, víða 5-13 m/s en að 15 m/s suðaustantil. Éljagangur verður á Norður- og Austurlandi, en annars yfirleitt léttskýjað.