Grunur um fjóra stolna síma á Kaffibarnum

Maðurinn er grunaður um að hafa stolið fjórum símum á …
Maðurinn er grunaður um að hafa stolið fjórum símum á Kaffibarnum í Reykjavík. mbl.is/Ari

Karl­maður er grunaður um að hafa stolið fjór­um sím­um á Kaffi­barn­um í miðbæ Reykja­vík­ur í gær.

Lög­reglu barst til­kynn­ing í gær um aðila sem var að stela sím­um á skemmti­stað í miðbæn­um. Einn maður var hand­tek­inn í tengsl­um við málið en lög­regl­an fann aðeins einn síma á mann­in­um.

„Þegar við erum að hafa af­skipti af hon­um þá dett­ur einn sím­inn niður á jörðina,“ seg­ir Skúli Jóns­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn á höfuðborg­ar­svæðinu, í sam­tali við mbl.is.

Fjór­ir til­kynntu um horfna síma

„Það er í rann­sókn hvort það hafi hugs­an­lega verið fleiri á ferðinni,“ bæt­ir hann við.

„Það eru fjór­ir sem til­kynna um hvarf á sím­um sín­um þegar lög­regl­an kem­ur á staðinn. Maður­inn var með einn síma af þess­um fjór­um á sér.“

Maður­inn gisti í fanga­geymslu lög­reglu í nótt og er málið nú til rann­sókn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert