Gul viðvörun hefur verið gefin út vegna veðurs á Suðausturlandi á morgun. Spáð er norðan hvassviðri eða stormi 15-23 m/s.
Búist er við mjög snörpum vindhviðum við fjöll staðbundið yfir 33 m/s, í Öræfum og austan Öræfa. Hviðurnar geta verið hættulegar fyrir vegfarendur með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.
Búast má við samgöngutruflunum og sandfoki og eru afmarkaðar lokanir á vegum líklegar. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum.