„Hann er áhugaverður“

Samsett mynd

„Hann er áhugaverður,“ sagði Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og hönnuður, um Elon Musk, eiganda Twitter, í Silfrinu í dag.

Haraldur ávarpaði Musk á Twitter á mánudaginn. Vildi hann fá að vita hvort hann væri enn starfsmaður Twitter. Musk svaraði Haraldi og sagði að hann væri ekki starfsmaður fyrirtækisins. 

Málinu lauk þó þannig að Musk bað Harald afsökunar og leiðrétti mál sitt. Sagði hann Harald enn vera starfsmann Twitter.

Ekki ljóst hvort hann sé starfsmaður Twitter

Egill Helgason, þáttastjórnandi Silfursins, spurði Harald hvort hann væri enn þá starfsmaður Twitter. Haraldur sagði það ekki ljóst:

„Það er óljóst. Ég bara veit það ekki. Ég veit ekki alveg hvernig þetta endar.“

„Það þarf að ljúka þessu einhvern veginn bara. Ég þarf að finna út úr því hvað ég vil gera,“ bætti Haraldur við.

Spurður hvort hætta sé á að hann tapi peningum sagði Haraldur:

„Það getur allt gerst en ég hef ekki voðalega miklar áhyggjur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert