„Hann er áhugaverður“

Samsett mynd

„Hann er áhuga­verður,“ sagði Har­ald­ur Þor­leifs­son, frum­kvöðull og hönnuður, um Elon Musk, eig­anda Twitter, í Silfr­inu í dag.

Har­ald­ur ávarpaði Musk á Twitter á mánu­dag­inn. Vildi hann fá að vita hvort hann væri enn starfsmaður Twitter. Musk svaraði Har­aldi og sagði að hann væri ekki starfsmaður fyr­ir­tæk­is­ins. 

Mál­inu lauk þó þannig að Musk bað Har­ald af­sök­un­ar og leiðrétti mál sitt. Sagði hann Har­ald enn vera starfs­mann Twitter.

Ekki ljóst hvort hann sé starfsmaður Twitter

Eg­ill Helga­son, þátta­stjórn­andi Silf­urs­ins, spurði Har­ald hvort hann væri enn þá starfsmaður Twitter. Har­ald­ur sagði það ekki ljóst:

„Það er óljóst. Ég bara veit það ekki. Ég veit ekki al­veg hvernig þetta end­ar.“

„Það þarf að ljúka þessu ein­hvern veg­inn bara. Ég þarf að finna út úr því hvað ég vil gera,“ bætti Har­ald­ur við.

Spurður hvort hætta sé á að hann tapi pen­ing­um sagði Har­ald­ur:

„Það get­ur allt gerst en ég hef ekki voðal­ega mikl­ar áhyggj­ur.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert