Hleypti af skoti inni á Dubliner

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til á Tryggvagötu fyrr í kvöld.
Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til á Tryggvagötu fyrr í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karl­maður hleypti af skoti inni á skemmti­staðnum Dubliner við Naust­in í miðborg Reykja­vík­ur, að því er lög­reglu var til­kynnt um rétt upp úr klukk­an sjö í kvöld. Skotið hafnaði á vegg við bar­inn og flúði skot­maður­inn vett­vang í kjöl­farið.

Lög­regla brást skjótt við, vopnaðist og leit­ar nú skot­manns­ins. Biður hún viðkom­andi að gefa sig fram, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu. Lög­regla sendi mikið lið á vett­vang ásamt sér­sveit og voru sjúkra­flutn­inga­menn kallaðir til.

Fundu skot­vopn nærri vett­vangi

Eng­inn særðist al­var­lega í árás­inni en tveir gest­ir staðar­ins fengu aðhlynn­ingu, ann­ar var með skrámu á höfði og hinn aðil­inn hafði áhyggj­ur af heyrn sinni.

Stuttu seinna fundu lög­reglu­menn skot­vopn nærri vett­vangi. Lög­regl­an leit­ar nú skot­manns­ins og hvet­ur viðkom­andi til þess að gefa sig fram. 

Lög­regl­an mun ekki veita frek­ari upp­lýs­ing­ar um málið að svo stöddu.

Gunn­ar Hörður Garðars­son, upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­lög­reglu­stjóra, staðfesti fyrr í kvöld við mbl.is að sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra hefði verið kölluð á Tryggvagötu.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert