Kirkjuklukkur Háteigskirkju hringdu um miðja nótt

Kirkjuklukkurnar í Háteigskirkju hringdu um miðja nótt.
Kirkjuklukkurnar í Háteigskirkju hringdu um miðja nótt. mbl.is/Sigurður Bogi

Íbúar í grennd við Há­teigs­kirkju urðu sum­ir var­ir við það þegar kirkju­klukk­urn­ar hringdu í nótt. Sókn­ar­prest­ur Há­teigs­kirkju seg­ir eng­ar skýr­ing­ar á því hvers vegna þær hafi farið í gang en klukk­urn­ar verði skoðaðar á morg­un.

„Okk­ur þykir af­skap­lega leitt að hafa valdið ónæði um miðja nótt og ég tala nú ekki um ef ein­hver hef­ur orðið ótta­sleg­inn um að eitt­hvað hefði gerst, en svo var alls ekki,“ seg­ir séra Helga Soffía Kon­ráðsdótt­ir, sókn­ar­prest­ur í Há­teigs­kirkju, í sam­tali við mbl.is.

Hún seg­ir að at­vik sem þetta hafi aldrei komið fyr­ir áður.

„Þess­ar klukk­ur eru bún­ar að vera þarna í sex­tíu ár og ég hef verið prest­ur í kirkj­unni í næst­um þrjá­tíu ár og hef aldrei orðið vör við að klukk­urn­ar fari í gang af sjálfu sér um miðja nótt. Þetta hef­ur aldrei komið fyr­ir áður og við von­um að þetta ger­ist ekki aft­ur.“

Lík­lega bil­un í búnaði

Klukk­un­um er stjórnað með raf­búnaði sem nú hef­ur verið tek­inn úr sam­bandi. Raf­virkj­ar munu skoða klukk­urn­ar á morg­un.

„Þetta er ein­hver bil­un í búnaði eft­ir því sem við best vit­um,“ seg­ir Helga.

Hún seg­ir það hafa komið fyr­ir að klukk­urn­ar fari ekki í gang þegar ýtt er á þar til gerðan takka. Þær hafi hins veg­ar aldrei farið í gang af sjálfu sér.

„Klukk­urn­ar eru að minnsta kosti ekki yf­ir­nátt­úru­leg­ar, ég held að það hljóti að vera skýr­ing­ar á þessu sem hafa með raf­magn að gera,“ seg­ir hún og hlær.

Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju.
Helga Soffía Kon­ráðsdótt­ir, sókn­ar­prest­ur í Há­teigs­kirkju. Ljós­mynd/​Aðsend

Óþægi­legt að vakna við klukkna­hljóm

Spurð hvort marg­ir hafi haft sam­band við kirkj­una vegna at­viks­ins seg­ir Helga svo ekki vera.

„Við erum í sam­bandi við Secu­ritas og þau létu okk­ur vita af þessu og senni­lega hef­ur ein­hver hringt í þá, en það hef­ur ekki verið neinn straum­ur af fólki eða neitt svo­leiðis.

Sum­um finnst óþægi­legt að vakna upp við þetta um miðja nótt og tengja kannski klukkna­hljóm við ein­hvers kon­ar viðvar­an­ir, en við not­um ekki kirkju­klukk­ur til ann­ars en að kalla til helgra tíða.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert