Kuldinn hefur áhrif á sundlaugar

Í Sundhöll Selfoss verða allir pottar lokaðir ásamt barnalaug á …
Í Sundhöll Selfoss verða allir pottar lokaðir ásamt barnalaug á útisvæði. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson

Vegna mik­ils kuldakasts næstu daga hef­ur sveita­fé­lagið Árborg ákveðið að loka sund­laug Stokks­eyr­ar.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá sveit­ar­fé­lag­inu.

Sund­laug­in verður lokuð frá og með deg­in­um í dag 12. mars. Ekki kem­ur fram hvenær eigi að opna hana aft­ur.

Í Sund­höll Sel­foss verða all­ir pott­ar lokaðir ásamt barna­laug á úti­svæði. Inni­laug­ar verða opn­ar ásamt útisund­laug, eimbaði og saunu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert