Kuldinn hefur áhrif á sundlaugar

Í Sundhöll Selfoss verða allir pottar lokaðir ásamt barnalaug á …
Í Sundhöll Selfoss verða allir pottar lokaðir ásamt barnalaug á útisvæði. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson

Vegna mikils kuldakasts næstu daga hefur sveitafélagið Árborg ákveðið að loka sundlaug Stokkseyrar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu.

Sundlaugin verður lokuð frá og með deginum í dag 12. mars. Ekki kemur fram hvenær eigi að opna hana aftur.

Í Sundhöll Selfoss verða allir pottar lokaðir ásamt barnalaug á útisvæði. Innilaugar verða opnar ásamt útisundlaug, eimbaði og saunu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert