Nóg var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Eftir nóttina gista sex í fangageymslum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Lögregla sinnti meðal annars tilkynningu um eld inni á baðherbergi á stoppistöð strætó í hverfi 109. Þar hafði einhver kveikt í sápuskammtara og voru minniháttar skemmdir. Málið í rannsókn hjá lögreglu.
Þá var tilkynnt um rúðubrot í hverfi 200 og þjófnað í verslun í hverfi 109.
Tilkynnt var um aðila sem var að stela símum á skemmtistað í miðbænum. Lögregla handtók einn aðili í tengslum við málið. Gistir hann nú fangageymslu lögreglu í þágu rannsóknar máls.
Í miðbænum var einnig tilkynnt um aðila sem hafði læst sig inn á baðherbergi veitingahúss. Lögregla kom á vettvang og var honum vísað út. Í hverfi 108 var einnig óvelkominn aðili sem hafði læst sig inni á baðherbegi hótels. Var honum vísað út af lögreglu.
Jafnframt var tilkynnt um mann sem neitaði að yfirgefa slysadeild. Lögregla mætti á vettvang og vísað út manninum út.
Tilkynnt var um slasaðan aðila í miðbænum. Í dagbók lögreglu segir að þar höfðu vinir verið í „ganni slag“ og annar þeirra hrasað fram fyrir sig. Aðilinn var fluttur á slysadeild til frekari aðhlynningar.
Þá var tilkynnt um að aðili hefði brotist inn í íbúð í hverfi 101. Aðilinn flúði vettvang. Lögregla leitaði hans án árangurs. Málið er í rannsókn.
Í hverfi 220 var tilkynnt um aðila í tökum hjá dyravörðum á skemmtistað. Í dagbók lögreglu segir að aðilinn hafi látið öllum illum látum við lögreglu og var handtekinn og fluttur á lögreglustöð.