Kveikti eld inn á stoppistöð strætó

Eftir nóttina gista sex í fangageymslum lögreglu.
Eftir nóttina gista sex í fangageymslum lögreglu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nóg var að gera hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu í nótt. Eft­ir nótt­ina gista sex í  fanga­geymsl­um. Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­reglu.

Lög­regla sinnti meðal ann­ars til­kynn­ingu um eld inni á baðher­bergi á stoppistöð strætó í hverfi 109. Þar hafði ein­hver kveikt í sápu­skammt­ara og voru minni­hátt­ar skemmd­ir. Málið í rann­sókn hjá lög­reglu.

Þá var til­kynnt um rúðubrot í hverfi 200 og þjófnað í versl­un í hverfi 109. 

Læstu sig inn á baði

Til­kynnt var um aðila sem var að stela sím­um á skemmti­stað í miðbæn­um. Lög­regla hand­tók einn aðili í tengsl­um við málið. Gist­ir hann nú fanga­geymslu lög­reglu í þágu rann­sókn­ar máls. 

Í miðbæn­um var einnig til­kynnt um aðila sem hafði læst sig inn á baðher­bergi veit­inga­húss. Lög­regla kom á vett­vang og var hon­um vísað út. Í hverfi 108 var einnig óvel­kom­inn aðili sem hafði læst sig inni á baðher­begi hót­els. Var hon­um vísað út af lög­reglu. 

Jafn­framt var til­kynnt um mann sem neitaði að yf­ir­gefa slysa­deild. Lög­regla mætti á vett­vang og vísað út mann­in­um út. 

Í ganni slag“ 

Til­kynnt var um slasaðan aðila í miðbæn­um. Í dag­bók lög­reglu seg­ir að þar höfðu vin­ir verið í „ganni slag“ og ann­ar þeirra hrasað fram fyr­ir sig. Aðil­inn var flutt­ur á slysa­deild til frek­ari aðhlynn­ing­ar.

Þá var til­kynnt um að aðili hefði brot­ist inn í íbúð í hverfi 101. Aðil­inn flúði vett­vang. Lög­regla leitaði hans án ár­ang­urs. Málið er í rann­sókn.

Í hverfi 220 var til­kynnt um aðila í tök­um hjá dyra­vörðum á skemmti­stað. Í dag­bók lög­reglu seg­ir að aðil­inn hafi látið öll­um ill­um lát­um við lög­reglu og var hand­tek­inn og flutt­ur á lög­reglu­stöð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert