Leggja til Raforkueftirlit Orkustofnunar

Raforkueftirlitið verður sérstök, aðgeind frá Orkustofnun.
Raforkueftirlitið verður sérstök, aðgeind frá Orkustofnun. mbl.is/RAX

Til stendur að stofna sérstaka einingu innan Orkustofnunar sem mun bera heitið Raforkueftirlitið. Mun það starfa án áhrifa orkumálastjóra eða utanaðkomandi aðila, að því er fram kemur í frumvarpsdrögum umhverfis- og orkumálaráðherra, sem liggja í samráðsgátt stjórnvalda.

Hlutverk Raforkueftirlitsins er meðal annars að hafa samráð við Samkeppniseftirlitið um eftirlit með starfsemi og gjaldskrá flutningsfyrirtækisins og dreifiveitna eftir því sem við á en þá verður einnig ráðinn skrifstofustjóri til Raforkueftirlitsins, til fimm ára í senn.

ESA gagnrýnir núverandi raforkueftirlit

Að mati Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) tryggja raforkulög og lög um Orkustofnun ekki fyllilega sjálfstæði raforkueftirlits eins og gerð er krafa um í tilskipun Evrópusambandsins nr. 2007/72/EB. 

Eftirlit með gjaldskrá raforkufyrirtækja sætti gagnrýni af hálfu Berglindar Ránar Ólafsdóttur, framkvæmdastýru Orku náttúrunnar fyrir tæpu ári síðan. Vakti Berglind athygli á því að fyrirtæki gætu brotið í bága við ákvæði reglugerðar Orkustofnunar, neytendum í óhag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert