Leggja til Raforkueftirlit Orkustofnunar

Raforkueftirlitið verður sérstök, aðgeind frá Orkustofnun.
Raforkueftirlitið verður sérstök, aðgeind frá Orkustofnun. mbl.is/RAX

Til stend­ur að stofna sér­staka ein­ingu inn­an Orku­stofn­un­ar sem mun bera heitið Raf­orku­eft­ir­litið. Mun það starfa án áhrifa orku­mála­stjóra eða ut­anaðkom­andi aðila, að því er fram kem­ur í frum­varps­drög­um um­hverf­is- og orku­málaráðherra, sem liggja í sam­ráðsgátt stjórn­valda.

Hlut­verk Raf­orku­eft­ir­lits­ins er meðal ann­ars að hafa sam­ráð við Sam­keppnis­eft­ir­litið um eft­ir­lit með starf­semi og gjald­skrá flutn­ings­fyr­ir­tæk­is­ins og dreifi­veitna eft­ir því sem við á en þá verður einnig ráðinn skrif­stofu­stjóri til Raf­orku­eft­ir­lits­ins, til fimm ára í senn.

ESA gagn­rýn­ir nú­ver­andi raf­orku­eft­ir­lit

Að mati Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA (ESA) tryggja raf­orku­lög og lög um Orku­stofn­un ekki fylli­lega sjálf­stæði raf­orku­eft­ir­lits eins og gerð er krafa um í til­skip­un Evr­ópu­sam­bands­ins nr. 2007/​72/​EB. 

Eft­ir­lit með gjald­skrá raf­orku­fyr­ir­tækja sætti gagn­rýni af hálfu Berg­lind­ar Rán­ar Ólafs­dótt­ur, fram­kvæmda­stýru Orku nátt­úr­unn­ar fyr­ir tæpu ári síðan. Vakti Berg­lind at­hygli á því að fyr­ir­tæki gætu brotið í bága við ákvæði reglu­gerðar Orku­stofn­un­ar, neyt­end­um í óhag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert