Teknar á flugvellinum og fengu fangelsisdóm

Konurnar voru dæmdar í 45 daga fangelsi.
Konurnar voru dæmdar í 45 daga fangelsi. mbl.isÓmar Óskarsson

Þrjár bóliv­ísk­ar kon­ur voru dæmd­ar í 45 daga fang­elsi í Héraðsdómi Reykja­ness fyrr í vik­unni, fyr­ir að hafa fram­vísað fölsuðum dval­ar­leyf­is­skír­tein­um við kom­una til lands­ins.

Var talið að sú málsvörn allra kvenn­anna, að þær hafi nú stöðu flótta­manns, breyti engu enda hafi brot­in verið full­fram­in áður en þær óskuðu eft­ir alþjóðlegri vernd hér á landi.

Sögðust hafa hist í Dublin

Landa­mæra­vörður og lög­regla höfðu af­skipti af kon­un­um við komu til lands­ins á Kefla­vík­ur­flug­velli en þar vaknaði grun­ur um fram­vís­un falsaðra dval­ar­leyf­is­skír­teina.

Kon­urn­ar kváðust hafa hist í Dublin á Írlandi og ákveðið að ferðast sam­an til Íslands. Þegar þær voru spurðar hvort dval­ar­leyf­is­skír­teini sem þær ávísuðu við kom­una til Íslands væru fölsuð kváðust þær ekki hafa vitað það þegar þær keyptu skil­rík­in á ferðaskrif­stofu.

Kvaðst vera að flýja eig­in­mann­inn

Sagðist ein kvenn­anna hafa verið frá­skil­in, ótt­ast fyrr­um eig­in­mann sinn og ákveðið að flýja til Íslands. Hún hafi síðan keypt dval­ar­leyf­is­skír­teini og flug­miða fram og til baka frá Bóli­víu til Dublin, ásamt hót­elg­ist­ingu þar af karl­manni á ferðaskrif­stofu í Bóli­víu og greitt fyr­ir það 3.500 banda­ríkja­dali, eða það sem nem­ur um 505 þúsund krón­um.

Í ljósi ein­dreg­inn­ar sak­ar­neit­un­ar kvenn­anna fyr­ir dómi voru þær ekki tald­ar eiga sér nein­ar máls­bæt­ur og þótti refs­ing hæfi­lega ákveðin 45 daga fang­elsi og þótti ekki til­efni til að skil­orðsbinda þá refs­ingu, í sam­ræmi við langa dóma­hefð. Þá voru kon­urn­ar jafn­framt dæmd­ar til greiðslu alls sak­ar­kostnaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert