Vél Play lenti í Stavanger vegna neyðartilfellis

Birgir hafði ekki upplýsingar um líðan farþegans.
Birgir hafði ekki upplýsingar um líðan farþegans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flug­vél Play sem var á leið frá Berlín í Þýskalandi til Kefla­vík­ur í morg­un þurfti að lenda í Stavan­ger í Nor­egi til þess að koma farþega vél­ar­inn­ar und­ir lækn­is­hend­ur.

Þetta staðfest­ir Birg­ir Ol­geirs­son, upp­lýs­inga­full­trúi Play, í sam­tali við mbl.is.

Hann hafði ekki upp­lýs­ing­ar um líðan farþeg­ans.

„Vél­in mun taka eldsneyti og svo fer hún aft­ur af stað til Kefla­vík­ur inn­an skamms,“ seg­ir Birg­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert