Vél Play lenti í Stavanger vegna neyðartilfellis

Birgir hafði ekki upplýsingar um líðan farþegans.
Birgir hafði ekki upplýsingar um líðan farþegans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flugvél Play sem var á leið frá Berlín í Þýskalandi til Keflavíkur í morgun þurfti að lenda í Stavanger í Noregi til þess að koma farþega vélarinnar undir læknishendur.

Þetta staðfestir Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, í samtali við mbl.is.

Hann hafði ekki upplýsingar um líðan farþegans.

„Vélin mun taka eldsneyti og svo fer hún aftur af stað til Keflavíkur innan skamms,“ segir Birgir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert