„Við vorum að troðfylla stofurnar“

Rakel telur að keppnin hafi jákvæð áhrif þegar kemur að …
Rakel telur að keppnin hafi jákvæð áhrif þegar kemur að því að fleiri skili sér í tölvunarfræðinám. mbl.is/Óttar

Metþátt­taka var í for­rit­un­ar­keppni fram­halds­skól­anna sem hald­in var í gær í Há­skól­an­um í Reykja­vík og Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri. Rakel Gunn­ars­dótt­ir, verk­efna­stjóri tölv­un­ar­fræðideild­ar HR, seg­ir þátt­tök­una hafa farið fram úr öll­um vænt­ing­um.

Alls skráðu 173 kepp­end­ur sig til leiks sem er met­fjöldi en þar af voru um 40 þátt­tak­end­ur á Ak­ur­eyri. Keppn­in var hald­in í 23. sinn á laug­ar­dag og hef­ur ásókn í keppn­ina auk­ist ár frá ári.

„Við vor­um að troðfylla stof­urn­ar sem við höf­um vana­lega notað und­ir keppn­ina og þurf­um að stækka svæðið und­ir keppn­ina ef þátt­tak­end­um fer fjölg­andi. Það sem stóð upp úr varðandi þátt­tök­una var met­fjöldi stelpna og að kepp­end­ur utan af landi hafi átt auðveld­ar með að taka þátt þar sem þau gátu haft aðstöðu í HA,“ seg­ir Rakel.

Metfjöldi stelpna tók þátt í keppninni.
Met­fjöldi stelpna tók þátt í keppn­inni. Ljós­mynd/​Aðsend

Fleiri skila sér í tölv­un­ar­fræðinám

Rakel tel­ur að keppn­in hafi já­kvæð áhrif þegar kem­ur að því að fleiri skili sér í tölv­un­ar­fræðinám. Hún bend­ir auk þess á að all­ir fram­halds­skóla­nem­ar geti tekið þátt í keppn­inni, jafnt þeir sem lært hafa for­rit­un en keppn­inni er skipt í þrjár deild­ir eft­ir erfiðleika­stigi.

„Við sjá­um að nem­end­ur sem hafa tekið þátt í keppn­inni ákveði að fara í tölv­un­ar­fræði þegar þau ljúka fram­halds­skóla. Á ný­nem­a­deg­in­um í ár sá maður mörg and­lit sem maður þekkti frá keppn­inni. Eins eru krakk­arn­ir að skila sér í keppn­ina að ári liðnu ef þeir tóku til að mynda fyrst þátt á fyrsta ári í fram­halds­skóla,“ seg­ir Rakel.

Mik­il spenna fram á loka­mín­útu

Mik­il spenna er í keppn­inni allt fram á loka­mín­útu en Rakel bend­ir á að fyrst og fremst snú­ist keppn­in um að vekja áhuga og at­hygli á tölv­un­ar­fræðinni.

„Nem­end­ur eru oft að fást við raun­veru­leg vanda­mál en farið er sjálf­virkt yfir verk­efn­in og staðan í beinni allt þar til klukku­stund fyr­ir skil og var staðan þá fryst. Þetta er því gríðarlega spenn­andi í lok­in þegar beðið er eft­ir niður­stöðum,“ seg­ir Rakel.

Hér fyr­ir neðan má sjá úr­slit keppn­inn­ar:

Besta nafn:
Mandel­Bros, kepp­end­ur: Birk­ir Snær Ax­els­son, Jón Hauk­ur Skjól­dal Þor­steins­son og Max For­ster (Mennta­skól­inn á Ak­ur­eyri)
Delta deild:
1.sæti: Sy­berp­hobia, kepp­end­ur: Þór­berg­ur Eg­ill Yngva­son, Artjom Pus­hk­ar, Krist­inn Hrafn Daní­els­son (Tækni­skól­inn)
2.sæti: Við not­um ekki Chat GPT, kepp­end­ur: Andri Þór Ólafs­son, Davíð Bjarki Jó­hönnu­son, Sindri Freys­son (Tækni­skól­inn)
3.sæti: X Gon‘ Give it to Ya, kepp­end­ur: Ern­ir Elí Ell­erts­son, Jó­hann Gunn­ar Finns­son (Mennta­skól­inn á Ak­ur­eyri)
Beta deild:
1.sæti: ZyzzBrahs, kepp­end­ur: Dag­ur Sig­urðsson, Ívar Máni Hrann­ars­son Þor­geir Atli Kára­son (Tækni­skól­inn)
2.sæti: Við erum O(k!), kepp­end­ur: Ómar Bessi Ómars­son, Trist­an Orri Elef­sen, Karl Ýmir Jó­hann­es­son (Mennta­skól­inn við Hamra­hlíð)
3.sæti: non stult­us, kepp­end­ur: Þór­hall­ur Tryggva­son, Guðmund­ur Freyr Gunn­laugs­son, Ja­son Helgi Hall­grim­son (Tækni­skól­inn)
Alfa deild:
1.sæti: Örgjörva ryk­sug­urn­ar, kepp­end­ur: Kirill Zolotu­skiy, Matth­ías Andri Hrafn­kels­son, Bene­dikt Vilji Magnús­son (Mennta­skól­inn í Reykja­vík)
2.sæti: Netþjón­ar, kepp­end­ur: Sæ­björn Hilm­ir Garðars­son, Bjart­ur Sig­ur­jóns­son, Lúkas Máni Gísla­son (Tækni­skól­inn)
3.sæti: Mamma þín, kepp­end­ur: Al­ans Treijs, Arnþór Atli Atla­son, Dag­ur Smári Sig­valda­son (Mennta­skól­inn á Ak­ur­eyri )
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert