Í dag verður norðanátt á landinu, víðast hvar 8-13 m/s en á Austfjörðum og sunnan Vatnajökuls verða norðvestan 15-23 m/s og gular viðvaranir taka gildi á þeim svæðum fyrir hádegi og gilda fram á kvöld.
Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
Samfelld snjókoma verður á Norðaustur- og Austurlandi fram eftir degi, annars él á norðanverðu landinu en að mestu bjart sunnan heiða.
Þá er áfram kalt, frost verður á bilinu 2 til 14 stig.