Áhyggjulaus yfir áformum Bidens

Birgir Jónsson, forstjóri Play.
Birgir Jónsson, forstjóri Play. Morgunblaðið/Eggert

Birg­ir Jóns­son, for­stjóri flug­fé­lags­ins Play, kveðst ekki hafa áhyggj­ur af því að rík­is­stjórn Joe Bidens Banda­ríkja­for­seta berj­ist nú fyr­ir lög­um sem kveða m.a. á um að flug­fé­lög­um verði óheim­ilt að rukka fyr­ir sætis­val um borð í flug­vél­um.

Vilji for­eldr­ar eða for­ráðamenn vera ör­ugg­ir um að sitja hjá börn­um sín­um um borð í flug­vél Play verða þeir að greiða fyr­ir sætis­valið. Biden hef­ur harðlega gagn­rýnt þau flug­fé­lög sem neyða for­eldra til þess að greiða auka­lega fyr­ir að sitja hjá börn­um sín­um.

„Við auðvitað fylgj­umst með þessu. Þetta er búið að vera í umræðunni vest­an hafs mjög lengi, þetta er svo sem ekk­ert að koma upp núna. Við, eins og önn­ur flug­fé­lög, för­um auðvitað eft­ir þeim lög­um og regl­um sem eru sett í hverju landi. Þangað til þetta er inn­leitt í lög þá erum við svo sem ekki að velta okk­ur sér­stak­lega mikið upp úr þessu,“ seg­ir Birg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert