„Ástæða til að hafa verulegar áhyggjur“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Val­gerður Jó­hanns­dótt­ir, lektor við Há­skóla Íslands seg­ir fulla ástæðu til að hafa veru­leg­ar áhyggj­ur af stöðu á fjöl­miðlamarkaði hér á landi. Val­gerður stýr­ir meist­ara­námi sem HÍ býður upp á í blaðamennsku.

    Hún seg­ir þró­un­ina vera al­var­lega og vís­ar til síðu breyt­inga á markaðnum, þar sem Frétta­blaðið hætti dreif­ingu á blaði sínu, gjaldþroti N4 og sam­ein­ing­ar Stund­ar­inn­ar og Kjarn­ans. Val­gerður er gest­ur Dag­mála í dag og ræðir þar stöðu fjöl­miðla og blaðamennsku. Hún viður­kenn­ir að ekki sé mik­il ásókn í námið sem Há­skól­inn býður upp og tel­ur að nei­kvæð umræða um fagið og fjöl­miðla spili þar inn í.

    Hætt­an er fyr­ir hendi að fjöl­miðlar lendi í víta­hring þar sem færri blaða– og frétta­menn vinna við að fram­leiða efni fyr­ir og þannig kunni að draga úr gæðum sem aft­ur leiðir til fækk­un­ar áskrif­enda og svo koll af kolli.

    Ísland er ekki ey­land þegar kem­ur að stöðu fjöl­miðla en víða í heim­in­um hafa menn áhyggj­ur af þróun og hug­takið frétta­eyðimerk­ur hef­ur orðið til. Oft­ast er þar vitnað til Banda­ríkj­anna en þar eru stór landsvæði og heilu borg­irn­ar án fjöl­miðla sem segja staðbundn­ar frétt­ir í bland við það helst sem er að ger­ast í heim­in­um.

    Þeir rík­is­styrk­ir sem hófu ný­verið göngu sína eru ein­ung­is lög­bundn­ir til árs í senn og það eyk­ur enn á óviss­una fyr­ir fjöl­miðla og kann að skapa hættu á hags­muna­árekstr­um við stjórn­mál­in.

    Í Dag­mál­um dags­ins er farið víða í umræðum um fjöl­miðla og blaða– og frétta­mennsku. Þátt­ur­inn í heild sinni er aðgengi­leg­ur fyr­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins.

    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert