„Ekki sjálfgefið að æfa í þessum mikla kulda“

Skokkari við Nauthólsvík í Reykjavík í desember. Veður fer kólnandi …
Skokkari við Nauthólsvík í Reykjavík í desember. Veður fer kólnandi í dag og á morgun, en svo hlýnar á ný með suðaustanstormi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Afar kalt hef­ur verið upp á síðkastið og mæld­ist mesta frost í Reykja­vík í mars­mánuði frá því árið 1998. Sig­ríður Dóra, fram­kvæmda­stjóri lækn­inga hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, seg­ir fólk þurfa að hugsa sig um áður en að það fari út að æfa í þess­um mikla kulda.

„Það eru al­menn­ar ráðlegg­ing­ar að æfa ekki í úti í rosa­lega mikl­um kulda en þetta ert­ir önd­un­ar­veg­inn eins og kvef og svifryk,“ seg­ir Sig­ríður Dóra.

Huga þarf að vind­kæl­ingu

Hún seg­ir mik­il­vægt að fólk fylgi inn­sæ­inu og fari eft­ir því sem því líður vel með. Þá verði að taka vind­kæl­ingu með í reikn­ing­inn þegar fólk met­ur hvort það skuli hreyfa sig úti en það sé afar ein­stak­lings­bundið hvað henti ein­stak­ling­um.

„Fólk er auðvitað í mis­jöfnu ástandi og verður að taka það með inn í mynd­ina. Það verður hver og einn að meta það eft­ir því í hvernig ástandi hann er hvort það sé æski­legt að hreyfa sig. Þessi mikli kuldi er alla­vega mjög ert­andi fyr­ir önd­un­ar­veg­inn og ger­ir okk­ur viðkvæm­ari fyr­ir,“ seg­ir Sig­ríður Dóra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert