„Ekki tekið til baka ef þið fallið niður“

Ís á Pollinum við Akureyri. Mynd úr safni.
Ís á Pollinum við Akureyri. Mynd úr safni. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Lög­regl­unni á Ak­ur­eyri hef­ur nokkr­um sinn­um verið til­kynnt um að fólk hafi farið út á Poll­inn, sem lagt hef­ur í frost­hörk­un­um að und­an­förnu.

Var­ar lög­regl­an fólk við því að fara út á lagnaðarís­inn.

Sjór­inn um frost­mark

„Það er ekki tekið til baka ef þið fallið niður um vök og/​eða und­ir ís­inn,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá embætt­inu og tekið fram að það sé raun­ar mjög hættu­legt að fara út á ís­inn.

„Bæði er sjór­inn um frost­mark og síðan er straum­ur í firðinum og ekk­ert víst að þið kom­ist upp aft­ur og erfitt að ná til þeirra sem falla niður,“ seg­ir þar enn frem­ur.

Biðlað er til for­eldra að ít­reka við börn sín að þetta sé afar hættu­leg­ur leik­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert