Enginn varð fyrir skoti en hvellurinn töluverður

Skemmtistaðurinn The Dubliner.
Skemmtistaðurinn The Dubliner. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gest­ur skemmti­staðar­ins The Dubliner sem var með skrámu á höfði eft­ir að karl­maður hleypti þar af skoti í gær­kvöldi varð ekki fyr­ir skoti. Áverk­ar hans komu til með öðrum hætti.

Þetta seg­ir Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá miðlægri rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar, sem hef­ur ekki nán­ari upp­lýs­ing­ar um hvernig áverk­arn­ir komu til. Í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni í gær­kvöldi kom fram að tveir gest­ir staðar­ins hefðu fengið aðhlynn­ingu. Ann­ar var með skrámu á höfði og hinn hafði áhyggj­ur af heyrn sinni. 

Spurður hvort gest­ur­inn sem hafði áhyggj­ur af heyrn sinni hefði staðið við hliðina á skot­mann­in­um svar­ar Grím­ur því neit­andi. „Hvell­ur­inn hef­ur verið tölu­verður inni á staðnum en það stóð eng­inn mjög nærri skot­mann­in­um þegar hann hleypti af,“ seg­ir hann.

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu leit­ar enn að mann­in­um en fyrr í morg­un sagði Grím­ur við mbl.is að lög­regl­an væri að reyna að finna út hver hann er. 

Lög­regl­an fékk til­kynn­ingu um málið rétt upp úr klukk­an sjö í gær­kvöldi. Byssu­skotið hafnaði á vegg við bar­inn og flúði skot­maður­inn vett­vang í kjöl­farið. Stuttu seinna fundu lög­reglu­menn skot­vopn nærri vett­vangi. Spurður hvort um hagla­byssu sé að ræða eins og full­yrt hef­ur verið í fjöl­miðlum vill Grím­ur ekk­ert tjá sig um það. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert