Erfið akstursskilyrði á Austfjörðum

Vindaspáin á landinu kl. 12 í dag.
Vindaspáin á landinu kl. 12 í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Hvöss norðanátt er á Austfjörðum í dag og snjókoma á Fagradal og Fjarðarheiði með blindu og erfiðum akstursskilyrðum.

Þetta kemur fram í ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar.

Þá dregur úr ofankomu upp úr hádegi, en áfram verður hvasst og hætt við lélegu skyggni í skafrenningi fram á nótt. 

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert