Erum að reyna að finna út hver þetta er

Skemmtistaðurinn The Dubliner.
Skemmtistaðurinn The Dubliner. mbl.is/Kristinn Magnússon

Karl­maður­inn sem hleypti af skoti inni á skemmti­staðnum Dubliner í miðbæ Reykja­vík­ur í gær­kvöldi hef­ur ekki gefið sig fram við lög­reglu.

Að sögn Gríms Gríms­son­ar, yf­ir­lög­regluþjóns hjá miðlægri rann­sókn­ar­deild, er staða óbreytt frá því í gær þegar lög­regl­an skoraði á mann­inn að gefa sig fram. „Við tök­um stöðuna og sjá­um hvernig fram vind­ur í dag,“ seg­ir Grím­ur um málið.

„Við erum á fullu að reyna að finna út hver þetta er og hvar við get­um fundið hann,“ bæt­ir hann við.

Skemmtistaðurinn The Dubliner.
Skemmti­staður­inn The Dubliner. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Búið er að ræða við vitni, auk þess sem lög­regl­an er að skoða öll gögn sem hún get­ur náð í, þar með talið eft­ir­lits­mynda­vél­ar.

Spurður út í vopnið sem fannst nærri skemmti­staðnum seg­ir Grím­ur að verið sé að rann­saka hvort það teng­ist skot­mann­in­um. 

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn.
Grím­ur Gríms­son yf­ir­lög­regluþjónn. mbl.is/​Hari
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert