Erum að reyna að finna út hver þetta er

Skemmtistaðurinn The Dubliner.
Skemmtistaðurinn The Dubliner. mbl.is/Kristinn Magnússon

Karlmaðurinn sem hleypti af skoti inni á skemmtistaðnum Dubliner í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi hefur ekki gefið sig fram við lögreglu.

Að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild, er staða óbreytt frá því í gær þegar lögreglan skoraði á manninn að gefa sig fram. „Við tökum stöðuna og sjáum hvernig fram vindur í dag,“ segir Grímur um málið.

„Við erum á fullu að reyna að finna út hver þetta er og hvar við getum fundið hann,“ bætir hann við.

Skemmtistaðurinn The Dubliner.
Skemmtistaðurinn The Dubliner. mbl.is/Kristinn Magnússon

Búið er að ræða við vitni, auk þess sem lögreglan er að skoða öll gögn sem hún getur náð í, þar með talið eftirlitsmyndavélar.

Spurður út í vopnið sem fannst nærri skemmtistaðnum segir Grímur að verið sé að rannsaka hvort það tengist skotmanninum. 

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn.
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn. mbl.is/Hari
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert