Fjöldi fólks í vanda á Austurlandi

Frá aðgerðum björgunarsveita á Fagradal í dag.
Frá aðgerðum björgunarsveita á Fagradal í dag. Ljósmynd/Landsbjörg

Björg­un­ar­sveit­ir á Aust­ur­landi hafa verið við störf í dag á fjall­veg­um aust­an­lands og aðstoðað fjölda manns sem komust ekki leiðar sinn­ar sök­um veðurs.

Veður var slæmt og skyggni lítið sem ekk­ert á köfl­um á Fagra­dal. Björg­un­ar­sveit­ir sóttu fólk úr að minnsta kosti fimm bíl­um en tölu­verðir skafl­ar höfðu mynd­ast á leiðinni.

Flest­ir voru ferðamenn en ein­hverj­ir heima­menn sem voru að fara á milli byggðarlaga vegna vinnu, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Lands­björg.

Á Möðru­dal varð árekst­ur tveggja bíla. Ekki urðu slys á fólki en bíl­arn­ir voru ekki öku­hæf­ir og fékk fólk far til byggða.

Ljós­mynd/​Lands­björg
Ljós­mynd/​Lands­björg
Ljós­mynd/​Lands­björg
Ljós­mynd/​Lands­björg
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert