Flugvirkjar samþykktu með naumindum

GMT þjónustar öll flugfélög á Keflavíkurflugvelli, utan Icelandair.
GMT þjónustar öll flugfélög á Keflavíkurflugvelli, utan Icelandair. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leyst hef­ur verið úr samn­inga­mál­um flug­virkja hjá fyr­ir­tæk­inu GMT ehf., sem meðal ann­ars starfa fyr­ir Play. Kjara­samn­ing­ur til næstu tveggja ára var samþykkt­ur með minnsta mögu­lega mun í at­kvæðagreiðslu sem lauk á föstu­dag.

Flug­virkj­ar hjá GMT felldu kjara­samn­ing í fe­brú­ar síðastliðinn.

GMT kom til móts við flug­virkja

Grét­ar Guðmunds­son, for­maður Flug­virkja­fé­lags Íslands, seg­ir að GMT ehf. hafi að lok­um komið til móts við flug­virkja að nokkru leyti.

„Í fyrsta lagi var gerður samn­ing­ur til tveggja ára en búið var að fella samn­ing til eins árs. Sett var inn ákvæði við hækk­un á töxt­um í janú­ar á næsta ári sem ákveðinn varnagli ef al­menn­ir samn­ing­ar skyldu hækka um­fram ákveðið viðmið þá verði hækk­un á þess­um töxt­um end­ur­skoðuð.

Við náðum einnig fram meiri hækk­un á or­lof­s­upp­bót og fata­pen­ing­um en við höfðum náð fram í þeim samn­ingi sem felld­ur var, þannig að þeir liðir eru farn­ir að nálg­ast aðra flug­virkja­samn­inga.

Okk­ur tókst þá að auka álag fyr­ir þá sem eru með út­skrift­ar­rétt­indi en það er eitt­hvað sem okk­ur þykir rétt­læt­an­legt enda eru flug­virkj­ar bún­ir að kosta nám­skeið sjálf­ir til að afla sér þess­ara rétt­inda og er mik­ils virði fyr­ir fé­lög­in,“ seg­ir Grét­ar.

Flugvirkjar hjá GMT ehf. starfa meðal annars fyrir Play.
Flug­virkj­ar hjá GMT ehf. starfa meðal ann­ars fyr­ir Play. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fylgt aðal­kjara­samn­ingi síðan árið 2018

Síðasti samn­ing­ur flug­virkja hjá GMT ehf, sem var und­ir­ritaður fyr­ir ára­tug síðan, hef­ur verið laus en árið 2018 var samið um að flug­virkjarn­ir myndu fylgja aðal­kjara­samn­ingi Flug­virkja­fé­lags Íslands sem þá var und­ir­ritaður og flest­ir flug­virkj­ar starfa eft­ir.

Grét­ar seg­ist ekki síður telja mik­il­vægt fyr­ir GMT að það sé kom­inn á samn­ing­ur.

„Fyr­ir­tækið er að fara inn í „sum­arsea­sonið“ eins og aðrir. Þeir eru bet­ur stadd­ir með kjara­samn­ing uppá ráðning­ar og eru komn­ir með eitt­hvað fast til að vinna eft­ir.

Þeir voru bún­ir að vera að fara eft­ir laun­um í aðal­kjara­samn­ing sem er samn­ing­ur við Icelanda­ir sem flest­ir flug­virkj­ar starfa eft­ir,“ seg­ir Grét­ar Guðmunds­son, formaður Flug­virkja­fé­lags Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert