Gestir neyðarskýla fluttir með leigubílum

Neyðarskýlið á Lindargötu.
Neyðarskýlið á Lindargötu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Neyðar­skýl­um í Reykja­vík var lokað í morg­un klukk­an tíu en afar kalt hef­ur verið í borg­inni síðustu daga. Hólm­fríður Helga Sig­urðardótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi á vel­ferðarsviðið Reykja­vík­ur­borg­ar, seg­ir að passað hafi verið upp á gesti neyðar­skýl­anna eft­ir lok­un og þeim komið í ör­uggt skjól.

„Eft­ir að neyðar­skýl­um var lokað í morg­un fengu gest­ir far með leigu­bíl í Kaffi­stofu Sam­hjálp­ar eða í Skjólið, sem Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar rek­ur vegna kuld­ans,“ seg­ir Hólm­fríður og bæt­ir við að Hjálp­ræðis­her­inn sé auk þess með opið hús á dag­inn

Neyðar­skýl­un­um var því ekki haldið opn­um all­an sól­ar­hring­inn eins og gert var í des­em­ber og janú­ar vegna kuldakasts.

Und­ir­búa nótt­ina yfir dag­inn

Hólm­fríður seg­ir að alltaf sé fylgst vel með veður­spám og opn­un­ar­tím­inn lengd­ur eða gripið til annarra ráðstaf­ana ef þurfa þykir. Hún bend­ir á að und­ir­bún­ing­ur fari fram yfir dag­inn í neyðar­skýl­un­um fyr­ir nótt­ina og því hafi verið gripið til þess ráðs að bjóða gest­um far með leigu­bíl í ör­uggt skjól.

Neyðaráætl­un vegna veðurs í mála­flokki heim­il­is­lausra er virkjuð þegar fólki er al­mennt ráðlagt að halda sig inni við, í app­el­sínu­gul­um og rauðum veðurviðvör­un­um, eða í miklu frosti vegna auk­inn­ar hættu á of­kæl­ingu. Ekki er miðað við ákveðið hita­stig, held­ur er staðan met­in hverju sinni og fer meðal ann­ars eft­ir vindi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert