Gripu til málamiðlana á annarri sýningu óperunnar

Aukasýningu var bætt við vegna mikillar eftirspurnar að sögn Óperunnar.
Aukasýningu var bætt við vegna mikillar eftirspurnar að sögn Óperunnar. Ljósmynd/Íslenska óperan

Gripið var til mála­miðlana í sam­bandi við farða leik­ara óper­unn­ar Madama Butterfly, í ann­arri sýn­ingu upp­setn­ing­ar­inn­ar um helg­ina, eft­ir gagn­rýni sem laut að svo­kölluðu menn­ing­ar­námi.

Stór hluti gagn­rýn­inn­ar beind­ist að auga­brún­um leik­ar­anna sem voru ská­sett­ar, en samkvæmt heim­ild­um mbl.is báru hvorki leik­ar­ar né kór­fé­lag­ar þær í sýn­ing­unni á laug­ar­dag­inn.

Nokkr­ir leik­ar­ar sýn­ing­ar­inn­ar fóru fram á að bera ekki hár­koll­ur og farða sem vísaði til kynþátt­ar, en báru í staðinn hefðbund­inn leik­hús­farðaHár­koll­ur þeirra sem skipa kór­inn voru aft­ur á móti óbreytt­ar á sýn­ing­unni.

Íslenska óper­an frum­sýndi verkið á laug­ar­dag í síðustu viku og hlaut um leið tals­verða gagn­rýni, meðal ann­ars fyr­ir bún­inga- og förðun­ar­val.  

Mót­mæltu „yellow-face“

Sett hef­ur verið út á að gervi hvítra leik­ara sýn­ing­ar­inn­ar sé svo­kallað „yellow-face“ en það er þegar hvítt fólk klæðir sig upp sem asískt fólk, oft á ýkt­an hátt.

Yellow-face“ svip­ar til fyr­ir­bær­is­ins „blackface“ sem var vin­sælt snemma á síðustu öld, þegar hvítt fólk klæddi sig upp og skop­stældi svart fólk sér til skemmt­un­ar. 

Efnt var til mót­mæla við inn­gang Hörpu á laug­ar­dag og kröfðust mót­mæl­end­ur svara af Stein­unni Birnu Ragn­ars­dótt­ur óperu­stjóra, en hún kvaðst myndu taka málið til skoðunar.

Degi áður til­kynnti Óper­an að auka­sýn­ingu yrði bætt við vegna vin­sælda og eft­ir­spurn­ar.

Segja óper­una hafa eytt at­huga­semd­um

Í færsl­um Íslensku Óper­unn­ar á sam­fé­lags­miðlum sem birt­ar voru í gær eru áhorf­end­ur seinni sýn­ing­ar­inn­ar sagðir hæst­ánægðir. 

„Það var fullt hús gesta á sýn­ing­unni okk­ar á Madama Butterfly í gær­kvöldi og stand­andi lófa­tak hrif­inna áhorf­enda. Kær­ar þakk­ir fyr­ir kom­una og við hlökk­um til næstu sýn­ing­ar,“ stóð í færsl­um Óper­unn­ar á Face­book og In­sta­gram.

Tveir In­sta­gram-not­end­ur segja Óper­una hafa eytt at­huga­semd­um sín­um við færsl­una þar, en þeir höfðu sett út á viðbrögð Óper­unn­ar við ásök­un­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert