Grunuð Dubliner-skytta gripin

Dubliner.
Dubliner. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í kvöld mann sem grunaður er um að hafa skotið úr byssu inni á The Dubliner í gærkvöldi. Rannsókn málsins miðar vel, segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í tilkynningu og kveðst ekki munu veita frekari upplýsingar um málið.

Eins og mbl.is greindi frá barst lögreglu tilkynning um málið snemma á áttunda tímanum í gærkvöldi. Skot sem maðurinn hleypti af við barinn fór í vegginn og forðaði maðurinn sér á hlaupum í kjölfarið en lögregla fann skotvopn í grenndinni.

Greindi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn í miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, mbl.is frá því í dag að gestur á staðnum hefði verið með skrámu á höfði, þó ekki skotsár. Í gærkvöldi tilkynnti lögregla enn fremur um að tveir gestir staðarins hefðu fengið aðhlynningu, hafði annar þeirra áhyggjur af heyrn sinni en hinn var sá sem skrámaðist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert