Íslenska stríðsárasafnið lokað í sumar

Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði.
Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði.

Ekki verður hægt að gera end­ur­bæt­ur á hús­næði Íslenska stríðsára­safns­ins á Reyðarf­irði fyr­ir kom­andi sum­ar. Þetta kom fram á fundi bæj­ar­ráðs Fjarðarbyggðar í morg­un.

Síðasta haust varð mikið tjón á safn­inu í óveðri. Tveir bragg­ar í eigu safns­ins eyðilögðust, auk þess sem aðal­sýn­ing­ar­hús þess skemmd­ist veru­lega, að því er kem­ur fram í fund­ar­gerð.

Ljós­mynd/​Aðsend

Safnið verður lokað í sum­ar og hef­ur for­stöðumanni Safna­stofn­un­ar verið falið að skoða út­færslu á sýn­ingu á Reyðarf­irði í sum­ar í staðinn.

Stjórn Menn­ing­ar­stofu og Safna­stofn­un­ar hef­ur vísað mál­efn­um stríðsára­safns­ins til fjár­hags­áætl­un­ar­gerðar 2024 varðandi fjár­mögn­un á end­ur­bót­um hús­næðis­ins og að lokið verði við end­ur­gerð á bragg­an­um sem eft­ir stend­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert