Íslenska stríðsárasafnið lokað í sumar

Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði.
Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði.

Ekki verður hægt að gera endurbætur á húsnæði Íslenska stríðsárasafnsins á Reyðarfirði fyrir komandi sumar. Þetta kom fram á fundi bæjarráðs Fjarðarbyggðar í morgun.

Síðasta haust varð mikið tjón á safninu í óveðri. Tveir braggar í eigu safnsins eyðilögðust, auk þess sem aðalsýningarhús þess skemmdist verulega, að því er kemur fram í fundargerð.

Ljósmynd/Aðsend

Safnið verður lokað í sumar og hefur forstöðumanni Safnastofnunar verið falið að skoða útfærslu á sýningu á Reyðarfirði í sumar í staðinn.

Stjórn Menningarstofu og Safnastofnunar hefur vísað málefnum stríðsárasafnsins til fjárhagsáætlunargerðar 2024 varðandi fjármögnun á endurbótum húsnæðisins og að lokið verði við endurgerð á bragganum sem eftir stendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka