Kjörtímabil biskups ekki rætt á kirkjuþingi

Umboð sitjandi biskups, Agnesar M. Sigurðardóttur, var ekki rætt í …
Umboð sitjandi biskups, Agnesar M. Sigurðardóttur, var ekki rætt í þriðju þinglotu kirkjuþings 2022-2023 sem lauk á laugardaginn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Umboð sitj­andi bisk­ups, Agnes­ar M. Sig­urðardótt­ur, var ekki rætt í þriðju þinglotu kirkjuþings 2022-2023 sem lauk á laug­ar­dag­inn. Með nýj­um kirkju­lög­um sem tóku gildi árið 2021 varð bisk­up starfsmaður þjóðkirkj­unn­ar en ekki op­in­ber emb­ætt­ismaður eins og áður var en spurn­ing­ar hafa verið uppi um hvort starfs­reglu­breyt­ing­in 2022, sem kveður á um sex ára kjör­tíma­bil bisk­ups, sé aft­ur­virk eður ei.

Drífa Hjart­ar­dótt­ir, for­seti kirkjuþings, seg­ir málið ekki hafa verið rætt á þing­inu og það sé nú í hönd­um kjör­stjórn­ar þjóðkirkj­unn­ar. Sama má segja um kjör vígslu­bisk­upa og hvernig form­lega skuli staðið að kjöri.

Til­lögu að breytt­um starfs­regl­um um kosn­ingu bisk­ups Íslands og vígslu­bisk­upa var vísað til lög­gjaf­ar­nefnd­ar kirkjuþings.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert