Umboð sitjandi biskups, Agnesar M. Sigurðardóttur, var ekki rætt í þriðju þinglotu kirkjuþings 2022-2023 sem lauk á laugardaginn. Með nýjum kirkjulögum sem tóku gildi árið 2021 varð biskup starfsmaður þjóðkirkjunnar en ekki opinber embættismaður eins og áður var en spurningar hafa verið uppi um hvort starfsreglubreytingin 2022, sem kveður á um sex ára kjörtímabil biskups, sé afturvirk eður ei.
Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, segir málið ekki hafa verið rætt á þinginu og það sé nú í höndum kjörstjórnar þjóðkirkjunnar. Sama má segja um kjör vígslubiskupa og hvernig formlega skuli staðið að kjöri.
Tillögu að breyttum starfsreglum um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa var vísað til löggjafarnefndar kirkjuþings.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.