Köldustu dagar kuldakastsins liðnir

Bítandi kuldi hefur verið á landinu öllu síðustu daga en …
Bítandi kuldi hefur verið á landinu öllu síðustu daga en köldustu dagar kuldakastsins eru liðnir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áfram­hald­andi kuldi er í kort­un­um en á fimmtu­dag­inn fer að hlýna og eru köld­ustu dag­ar kuldakasts­ins liðnir. Eins og áður hef­ur komið fram var afar kalt um helg­ina en þá mæld­ist mesta frost í Reykja­vík í mars­mánuði frá því árið 1998.

„Það verður mjög kalt næstu daga en um helg­ina gæti orðið frost­laust og farið yfir frost­mörk suðvest­an­lands.“

Þetta seg­ir veður­fræðing­ur á vakt hjá Veður­stofu Íslands í sam­tali við mbl.is. 

Vind­ur­inn blæs þvert yfir veg­inn

Gul­ar viðvar­an­ir hafa verið gefn­ar út vegna veðurs á Aust­fjörðum og Suðaust­ur­landi. Varað er við hvassvirði eða stormi og geta aðstæður verið var­huga­verðar fyr­ir öku­tæki sem taka á sig mik­inn vind.

„Það þarf að fara að öllu með gát þar sem vind­ur­inn blæs þvert yfir veg­inn en þegar það koma öfl­ug­ar hviður yfir veg­inn þá get­ur það verið hættu­legt og þá sér­stak­lega fyr­ir t.d. stóra bíla með létt­an farm eða bíla sem taka á sig mik­inn vind.“

Kort/​Veður­stofa Íslands

Snarp­ar hviður við fjöll

Á Suðaust­ur­landi má bú­ast við mjög snörp­um vind­hviðum við fjöll, staðbundið yfir 33 m/​s og á Aust­fjörðum er norðan og norðvest­an hvassviðri eða storm­ur, 15-23 m/​s, hvass­ast sunn­an­til.

„Það geta verið mjög öfl­ug­ar hviður und­ir vatna­jökli þegar norðan­átt­in steyp­ist þarna niður en auk þess gætu verið ein­hverj­ar lík­ur á sand­foki. Það eru aðallega hviður við fjöll en það eru streng­ir sem liggja þarna og gætu farið staðbundið yfir 33 m/​s.“

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert