Leggja stíg að strönd

Bragi Bjarnason, formaður bæjarráðs Sveitarfélagsins Árborgar.
Bragi Bjarnason, formaður bæjarráðs Sveitarfélagsins Árborgar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Hjólreiðastígur sem tengir saman Selfoss og Eyrarbakka verður endanlega tilbúinn á næsta ári. Milli þessara staða, sem eru í Sveitarfélaginu Árborg, eru 10,5 kílómetrar og nú þegar hefur verið útbúin braut fyrir gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk til suðurs frá Selfossi, alls 6,5 kílómetrar.

Kort/mbl.is

Á öðrum hlutum leiðarinnar, það er næst ströndinni, er hjólað á akbraut en í sumar getur fólk á reiðhjólum fært sig á brautina nýju, sem verður bæði malbikuð og upplýst. Ætlunin er síðan sú að hjólabrautin nýja, Árborgarstígurinn, tengist svonefndum Fjörustíg, braut fyrir vistvænar samgöngur sem var útbúin fyrir nokkrum árum og tengir saman Eyrarbakka og Stokkseyri.

„Þetta er áhugavert mál, sem við skilgreinum bæði sem samgönguframkvæmd og lýðheilsuverkefni í þágu íbúa,“ segir Bragi Bjarnason, formaður bæjarráðs Sveitarfélagsins Árborgar, í samtali við Morgunblaðið. 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert