Leggja stíg að strönd

Bragi Bjarnason, formaður bæjarráðs Sveitarfélagsins Árborgar.
Bragi Bjarnason, formaður bæjarráðs Sveitarfélagsins Árborgar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Hjól­reiðastíg­ur sem teng­ir sam­an Sel­foss og Eyr­ar­bakka verður end­an­lega til­bú­inn á næsta ári. Milli þess­ara staða, sem eru í Sveit­ar­fé­lag­inu Árborg, eru 10,5 kíló­metr­ar og nú þegar hef­ur verið út­bú­in braut fyr­ir gang­andi veg­far­end­ur og hjól­reiðafólk til suðurs frá Sel­fossi, alls 6,5 kíló­metr­ar.

Kort/​mbl.is

Á öðrum hlut­um leiðar­inn­ar, það er næst strönd­inni, er hjólað á ak­braut en í sum­ar get­ur fólk á reiðhjól­um fært sig á braut­ina nýju, sem verður bæði mal­bikuð og upp­lýst. Ætl­un­in er síðan sú að hjóla­braut­in nýja, Árborg­ar­stíg­ur­inn, teng­ist svo­nefnd­um Fjöru­stíg, braut fyr­ir vist­væn­ar sam­göng­ur sem var út­bú­in fyr­ir nokkr­um árum og teng­ir sam­an Eyr­ar­bakka og Stokks­eyri.

„Þetta er áhuga­vert mál, sem við skil­grein­um bæði sem sam­göngu­fram­kvæmd og lýðheilsu­verk­efni í þágu íbúa,“ seg­ir Bragi Bjarna­son, formaður bæj­ar­ráðs Sveit­ar­fé­lags­ins Árborg­ar, í sam­tali við Morg­un­blaðið. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert