Stuðningsmaður Leiknis með þrettán rétta

Stuðningsmenn Leiknis eldhressir á knattspyrnuleik í fyrra.
Stuðningsmenn Leiknis eldhressir á knattspyrnuleik í fyrra. mbl.is/Hákon

Stuðnings­maður Leikn­is í Reykja­vík var með alla leik­ina rétta á get­rauna­seðlin­um fyr­ir ensku knatt­spyrn­una á laug­ar­dag­inn sam­kvæmt Íslenskri get­spá. 

Tipp­ar­inn gæti verið úr Breiðholt­inu þar sem hann styður Leikni. Lands­byggðar­menn á Hornafirði og í Vest­manna­eyj­um voru get­spak­ir fyr­ir viku síðan og stuðnings­maður Leikn­is hef­ur nú svarað fyr­ir höfuðborg­ina. 

Hann var með alla þrett­án leik­ina rétta en fjór­ir voru þrítryggðir og þar af leiðandi ör­ugg­ir. Þrír leik­ir voru tví­tryggðir og í sex til­fell­um hafði hann rétt fyr­ir sér með einni merk­ingu. Fyr­ir miðann greiddi tipp­ar­inn 8.424 krón­ur en fékk í staðinn tæp­ar 700 þúsund krón­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert