Með falsaða 100 og 200 evra seðla í Reykjavík

Tekið er fram í ákærunni að þrjú þeirra ákærðu hafi …
Tekið er fram í ákærunni að þrjú þeirra ákærðu hafi í kringum miðnætti einn daginn meðan fjársvikin áttu sér stað fengið starfsmann fyrirtækis til að afhenda sér um 1,1 milljón krónur í skiptum fyrir evruseðlana. mbl.is/Ari

Embætti héraðssak­sókn­ara hef­ur ákært fjóra fyr­ir fjár­svik með því að koma í um­ferð fölsuðum evru pen­inga­seðlum í Reykja­vík árið 2020. Höfðu viðkom­andi meðal ann­ars fengið tæp­lega 1,1 millj­ón krón­ur með því að skipta seðlun­um í krón­ur og svo í fimm skipti notað seðlana til að greiða fyr­ir vör­ur eða þjón­ustu og fengið af­gang í ís­lensk­um krón­um.

Um var að ræða 100 og 200 evra seðla, en það pass­ar við til­kynn­ing­ar lög­regl­unn­ar frá í janú­ar 2020 þegar varað var við svindl­ur­um sem væru að koma slík­um seðlum í um­ferð. Var þá tekið fram að þeir hefðu helst herjað á sól­ar­hrings­versl­an­ir, leik­tækja­sali og leigu­bíla.

„Svindl­ar­arn­ir fóru stutt­ar ferðir með leigu­bíl­um eða keyptu síga­rett­ur og smá­vör­ur en fengu svo af­gang í ís­lensk­um krón­um. Þannig tókst þeim að verða sér úti um tals­verða peninga,“ sagði í til­kynn­ingu lög­reglu frá þeim tíma. Jafn­framt er tekið fram að svo virðist vera sem svindlar­arn­ir hafi verið með búnt af fölsk­um seðlum sem hægt var að kaupa í Rússlandi.

Fengu 1,1 millj­ón fyr­ir 57 evru­seðla

Tvær kon­ur og einn karl eru ákærð fyr­ir að hafa af­hent starfs­manni fyr­ir­tæk­is 35 stykki af fölsuðum 100 evra seðlum og 22 stykki af fölsuðum 200 evra seðlum og fengið fyr­ir þá sam­tals 1.084.828 krón­ur.

Fyrri kon­an er svo af­hent fyr­ir að hafa í tvígang í sömu versl­un greitt fyr­ir vör­ur með fölsuðum 200 evru seðlum og fengið 22-24 þúsund krón­ur til baka í hvort skiptið. Þá hafi hún einnig verslað snakk­poka á öðrum stað og fengið 25 þúsund krón­ur til baka eft­ir að hafa greitt með 200 evru seðli.

Seinni kon­an og karl­inn eru svo einnig ákærð fyr­ir að hafa sitt í hvoru lagi verslað í sömu versl­un og fyrri kon­an með fölsuðum 200 evru seðli og fengið greitt til baka um 21 þúsund krón­ur hvort.

Fjórði aðil­inn er svo ákærður fyr­ir að hafa af­hent falsaðan 100 evru seðil á veit­ingastað og fengið til baka 11.500 krón­ur.

Fara staðirn­ir fram á bæt­ur vegna fjár­mun­anna sem þeir voru svikn­ir um, en auk þess fer sak­sókn­ari fram á að fjór­menn­ing­arn­ir verði dæmd­ir til refs­ing­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert