Nauðsynlegt að bregðast við með markvissum hætti

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og viðskiptaráðherra.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og viðskiptaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ráðuneyti menningar og viðskipta vinnur nú að fjölmiðlastefnu sem ætlað er að styðja við starfsumhverfi fjölmiðla í ríkara mæli en áður hefur verið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.

„Það er fullsnemmt að segja nákvæmlega til hvaða aðgerða verður gripið en þær áskoranir sem íslenskir fjölmiðlar, eins og fjölmiðlar um heim allan, standa frammi fyrir eru algjörlega af nýjum toga í fjölmiðlasögunni vegna þess að auglýsingatekjur fara í auknum mæli út fyrir landsteinana og til þessara stóru streymisveitna. Þess vegna er nauðsynlegt að bregðast við með markvissum hætti við þessari stöðu sem upp er komin og í því felst að ráðast í sértækar aðgerðir. Bág staða fjölmiðla veikir lýðræðislega umræðu í landinu og dregur úr mætti tungumálsins. Það eru bein tengsl á milli dvínandi lesskilnings hjá ungu fólki og minni lesturs á hefðbundnum fjölmiðlum,“ segir Lilja.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert