Samkomulag um 10 milljónir vegna nauðgunar

Fallist var á það að samkomulag um 10 milljónir í …
Fallist var á það að samkomulag um 10 milljónir í miskabætur væri ekki nýtt skjal og var endurupptöku því hafnað. Lögregla hafði áður vitað af skjalinu en ekki rannsakað það til hlítar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lands­rétt­ur hef­ur staðfest niður­stöðu héraðsdóms um að vísa frá end­urupp­töku á nauðgun­ar­máli gagn­vart karl­manni sem ákærður hafði verið fyr­ir að nauðga fyrr­ver­andi sam­býl­is­konu sinni. Tek­ist var á um það hvort sam­komu­lag sem kon­an og maður­inn gerðu með sér um skaðabæt­ur vegna brota manns­ins væri nýtt gagn eða ekki og hvort það rétt­lætti að málið yrði tekið upp að nýju. Einn dóm­ari við Lands­rétt skilaði sér­at­kvæði og vildi ógilda frá­vís­unar­úrsk­urð héraðsdóms þannig að málið yrði tekið þar fyr­ir.

Um er að ræða mál sem kom fyrst til kasta lög­reglu í lok árs 2020. Kærði kon­an þá mann­inn fyr­ir bæði nauðgun og að hafa tekið upp mynd­ir af kyn­fær­um sín­um meðan hún var sof­andi. Bæði at­vik­in áttu að hafa gerst árið 2017.

Sam­komu­lag um 10 millj­ón­ir í miska­bæt­ur

Í janú­ar árið 2021 lét kon­an lög­reglu hins veg­ar vita að hún óskaði eft­ir því að falla frá kær­unni. Kom síðar í ljós að hún og maður­inn gerðu með sér handskrifað sam­komu­lag um að hann myndi greiða henni 10 millj­ón­ir sem miska­bæt­ur fyr­ir ýmis brot gegn því að hún myndi falla frá kæru og ekki taka málið upp aft­ur.

Kon­an óskaði hins veg­ar eft­ir því við lög­reglu með yf­ir­lýs­ingu í maí sama ár að málið yrði rann­sakað.

Tekið fram að um nauðgun væri að ræða

Lög­reglu varð ljóst um sam­komu­lagið og í sept­em­ber þetta sama ár fékkst svar frá verj­anda manns­ins um inni­hald sam­komu­lags­ins. Sagði þar að maður­inn hafi átt að greiða kon­unni sam­tals 10 millj­ón­ir, fyrst 7 millj­ón­ir sem var al­eiga hans á þeim tíma, en eft­ir­stöðvarn­ar ekki síðar en á sex árum.  „Skýr­ing þess­ar­ar greiðslu var að X átti að greiða þessa fjár­hæð í miska­bæt­ur fyr­ir að hafa beitt A of­beldi, s.s. fyr­ir brot á per­sónu­vernd­ar­lög­um, blygðun­ar­sem­is­brot fyr­ir að taka mynd af kyn­fær­um A og jafn­framt fyr­ir nauðgun,“ sagði í svari verj­and­ans sem vísað er til í úr­sk­urðinum. Svo er tekið fram að maður­inn hafi þó neitað sak­argift­um um nauðgun í skýrslu­tök­um.

Í svari verj­and­ans er einnig tekið fram að maður­inn hafi skrifað und­ir sam­komu­lagið und­ir mikl­um þrýst­ingi frá kon­unni og að hún hafi ít­rekað hótað hon­um að valda hon­um mann­orðshnekki, tala um kær­una á hend­ur hon­um á sam­fé­lags­miðlum og við for­eldra hans.

Fallið frá ákæru um nauðgun en nán­ari lýs­ing kom svo fram

Héraðssak­sókn­ari ákvað í októ­ber þetta sama ár að falla frá ákær­unni sem sneri að nauðgun, en ákært var fyr­ir blygðun­ar­sem­is­brot varðandi mynda­tök­una. Við aðalmeðferð máls­ins lagði verj­andi manns­ins sam­komu­lagið hins veg­ar fyr­ir og var þá aðalmeðferð máls­ins stöðvuð og lét héraðssak­sókn­ari vita að óskað yrði eft­ir end­urupp­töku nauðgun­ar­hluta máls­ins.

Í sam­komu­lag­inu er nán­ar greint frá þeim brot­um sem kon­an sakaði mann­inn um.  „Þessi fjár­hæð er hugsuð sem miska­bæt­ur fyr­ir brot sem ég X [maður­inn] hef valdið A [kon­unni]. Þau brot eru and­legt of­beldi í formi hót­ana og þving­ana. Brot á per­sónu­vernd­ar­lög­um þar sem X braust inn á sam­fé­lags­miðla A. Blygðun­ar­sem­is­brot þar sem X tók mynd af kyn­fær­um A í leyf­is­leysi þegar hún var sof­andi og nauðgun í endaþarm þegar A var sof­andi áfeng­is­dauða.“

Ekki yf­ir­heyrð um skjalið þrátt fyr­ir vitn­eskju lög­reglu

Ekki er hægt að end­urupp­taka mál nema fyr­ir liggi ný gögn eða staðreynd­ir sem séu til þess fall­in að hafa áhrif á úr­slit mála. Maður­inn taldi það ekki eiga við í þessu til­felli þar sem sak­sókn­ari hefði vitað af sam­komu­lag­inu og fengið upp­lýs­ing­ar um nauðgun, sem maður­inn reynd­ar neitaði að hafa framið, áður en ákæra var gef­in út.

Héraðsdóm­ur féllst á þessa rök­semd og sagði að lög­regla hefði haft vitn­eskju um bæði til­vist og inn­tak sam­komu­lags­ins án þess að yf­ir­heyra kon­una eða mann­inn um það. Því verði ekki fall­ist á að sam­komu­lagið sé nýtt gagn sem heim­ili end­urupp­töku.

Einn dóm­ari á önd­verðri skoðun

Sem fyrr seg­ir féllst meiri­hluti Lands­rétt­ar á þetta, en Lands­rétt­ar­dóm­ar­inn Sím­on Sig­valda­son skilaði sér­at­kvæði.

Vís­ar hann þar meðal ann­ars til Hæsta­rétt­ar­dóms frá 2014 sem svo vís­ar til fyrri Hæsta­rétt­ar­dóms frá ár­inu 1997 þar sem heim­ilað var að beita ákvæðum laga um end­urupp­töku þegar mál hafði verið fellt niður en ný sak­ar­gögn komið fram.

Þá seg­ir í sér­at­kvæðinu að sam­merkt sé með kyn­ferðis­brota­mál­um að sönn­un sé jafn­an örðug því yf­ir­leitt sé ekki fyr­ir að fara öðrum sönn­un­ar­gögn­um en framb­urðum þeirra sem hlut eiga að mál­inu. Þá seg­ir hann að þó að sak­sókn­ari hafi vitað af sam­komu­lag­inu hafi embættið ekki haft það und­ir hönd­um fyrr en í aðalmeðferðinni. „Er að mínu mati ein­sýnt að sókn­araðili hefði ekki fellt niður rann­sókn á ætlaðri nauðgun varn­araðila ef þær upp­lýs­ing­ar hefðu legið á borði sókn­araðila,“ seg­ir í sér­at­kvæðinu og bætt er við að þær lýs­ing­ar sem komi fram í sam­komu­lag­inu séu nýj­ar af nál­inni og þar með nýtt sönn­un­ar­gagn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert