Skiptar skoðanir um getu Gæslunnar

Andrés Ingi segir ekki fara saman, fjárhagsþörf Landhelgisgæslunnar og aðgerðir …
Andrés Ingi segir ekki fara saman, fjárhagsþörf Landhelgisgæslunnar og aðgerðir stjórnvalda. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Skipt­ar skoðanir voru um björg­un­ar­getu Land­helg­is­gæsl­unn­ar í sér­stakri umræðu þess efn­is á Alþingi í dag.

Andrés Ingi Jóns­son, þingmaður Pírata, seg­ir að traust al­menn­ings til Gæsl­unn­ar end­ur­spegl­ist ekki í aðgerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar og þeirra fjár­muna sem varið er til stofn­un­ar­inn­ar. Jón Gunn­ars­son dóms­málaráðherra seg­ir getu björg­un­araðila hér á landi aldrei hafa verið eins öfl­uga.

Andrés Ingi seg­ir hluta af ástæðu fjár­svelt­is Gæsl­unn­ar vera að stór­út­gerðin sem not­ar þjón­ust­una greiði ekki til sam­fé­lags­ins til þess að halda þjón­ust­unni úti.

„Í dag eru þau veiðigjöld sem sjáv­ar­út­veg­ur­inn borg­ar það lág að þau duga ekki til að dekka kostnað við Fiski­stofu, haf­rann­sókn­ir eða lög­gæslu­hluta Land­helg­is­gæsl­unn­ar,“ seg­ir Andrés Ingi.

Hann seg­ir dóms­málaráðherra ekki hafa lært af skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar fyr­ir ári síðan.

„Þar er bent á að drög að Land­helg­is­gæslu­áætlun verði að telj­ast óraun­hæf í ljósi þess að það sem Gæsl­an seg­ir að þurfi og það sem rík­is­stjórn­in er til­bú­in að skammta, það stenst eng­an veg­inn á, það mun­ar miklu.“

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.
Andrés Ingi Jóns­son, þingmaður Pírata. mbl.is/​Arnþór

Aldrei verið eins öfl­ug

Jón Gunn­ars­son dóms­málaráðherra seg­ir að það þurfi að horfa til miklu fleiri þátta þegar horft er til björg­un­ar­getu á Íslandi held­ur en til Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

„Vegna þess að Land­helg­is­gæsl­an er bara eitt hjól und­ir þeim vagni sem kem­ur að leit og björg­un,“ seg­ir Jón.

„Það er staðreynd að geta Gæsl­unn­ar og geta björg­un­araðila á Íslandi hef­ur aldrei í sög­unni verið eins öfl­ug eins og hún er í dag. Tækja­kost­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar hef­ur aldrei verið eins öfl­ug­ur.“

Þá seg­ir Jón rík­is­stjórn­ina vera að fara að und­ir­rita samn­ing við Lands­björg um end­ur­nýj­un á 13 stór­um björg­un­ar­skip­um inn­an fimm ára.

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Jón Gunn­ars­son dóms­málaráðherra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Óviðun­andi frá brott­hvarfi varn­ar­liðsins

Helga Vala Helga­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir van­rækslu Gæsl­unn­ar vera póli­tíska ákvörðun Sjálf­stæðis­flokks­ins.

„Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá dóms­málaráðuneyt­inu sem send­ar voru fjár­laga­nefnd hef­ur Land­helg­is­gæsl­an ekki náð að halda uppi viðun­andi ör­ygg­is- og þjón­ustu­stigi frá brott­hvarfi varn­ar­liðsins árið 2006. Það er póli­tísk ákvörðun að hafa það með þeim hætti,“ seg­ir Helga Vala.

Hún seg­ir að fram hafi komið í út­tekt á starf­semi Gæsl­unn­ar frá ár­inu 2015 að rekst­ur henn­ar hafi verið und­ir ásætt­an­legu þjón­ustu- og ör­ygg­is­stigi. Þá bæt­ir hún við að flug­menn Gæsl­unn­ar hafi verið án kjara­samn­inga árum sam­an.

„Þessi van­ræksla er póli­tísk ákvörðun ekki eins, held­ur fimm dóms­málaráðherra Sjálf­stæðis­flokks­ins á und­an­förn­um ára­tug sem og fjár­málaráðherra og for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins,“ seg­ir Helga Vala.

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Helga Vala Helga­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Eng­inn af­slátt­ur gef­inn

Marg­ir fleiri þing­menn ræddu málið á Alþingi í dag en það var Jón Gunn­ars­son dóms­málaráðherra sem sló botn­inn í umræðuna.

„Það verður eng­inn af­slátt­ur gef­inn af viðbragðs- eða björg­un­ar­getu við leit og björg­un á meðan ég er í dóms­málaráðuneyt­inu. Það mun ekki ger­ast á minni vakt,“ sagði Jón.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert